Frestuðu slátrun til að hámarka verð

Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 15 þúsund tonnum …
Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 15 þúsund tonnum af laxi upp úr kvíum sínum á þessu ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Á fyrstu þrem ársfjórðungum 2024 hefur Kaldvík slátrað 8.298 tonnum af laxi úr kvíum sínum á Austfjörðum og er það umtalsvert meira en á sama tímabili í fyrra er slátrað var 4.395 tonnum. Þá voru tekjur 60,9 milljónir evra, jafnvirði tæpra 9 milljarða króna, en var 39,9 milljónir evra á fyrstu þrem ársfjórðungum í fyrra.

Þetta má lesa úr uppgjöri Kaldvíkur vegna þriðja ársfjórðungs 2024.

Fram kemur að 3.798 tonnum var slátrað í fjórðungnum og að tekjur voru 24,5 milljónir evra. Þá greiddi félagið tæplega 950 þúsund evrur í eldisgjald og var rekstrarhagnaðurinn (EBIT) um 2,1 milljón.

Nýttu vaxtartíma haustsins

Fyrirtækið gerir ráð fyrir að slátra um 6.700 tonnum á fjórða ársfjórðungi. Þá er ætlað að framaleiðsla ársins 2024 nái um 15 þúsund tonnum, sem er þó um 2.500 tonnum minna en gert var ráð fyrir í síðustu áætlun. Kaldvík er með markmið um að koma framleiðslunni í 30 þúsund tonn.

Greint er frá því í uppgjörinu að Kaldvík hafi tekið ákvörðun um að breyta skipulagi slátrunnar í þeim tilgangi að hámarka framleiðslu og arðsemi. „Verð á 3. ársfjórðungi var lægra en búist var við ásamt því að 3. ársfjórðungur er góður vaxtarfjórðungur fyrir fiskinn. Ákvörðun um að seinka hluta af fyrirhuguðu sláturmagni mun þannig gera okkur kleift að nýta vaxtarskeiðið í sjó og hámarka verð.“

Jafnframt segir að aldrei hafi heilsa fiska í kvíum Kaldvíkur verið betri en á þriðja ársfjórðungi. „Allan fjórðunginn sáum við takmarkaða dánartíðni og gæði fisksins eru góð. Það gladdi okkur að sjá takmörkuð áhrif vegna árstíma þar sem marglyttur eru algengar, sem við rekjum til aðgerða sem gripið hefur verið til til að takmarka líffræðilega áhættu með tilliti til marglyttna,“ segir í uppgjörinu.

Kaldvík AS er eignarhaldsfélag sem fer með alla hluti í Kaldvík hf. (áður Fiskeldi Austfjarða hf.) og  66,7% hlut í Búlandstindi ehf.

„Þetta er fín niðurstaða sér­sta­kelga þegar litið er til hvernig verðið þróaðist í árs­fjórðungn­um. Með auk­inni fram­leiðslu þá náum við betri nýt­ingu á slát­ur­stöð og brunn­bát­um fé­lags­ins,"seg­ir Ró­bert Ró­berts­son fjár­mála­stjóri Kald­vík­ur.

„Þá er virki­lega gott að sjá að þær fjár­fest­ing­ar sem við höf­um lagt í síðustu miss­eri og ár eru að skila sér í betri gætðum, en eins og kom fram í upp­gjör­inu þá er lif­un í sjó síðustu 12 mánuði í kring­um 94%, sem er frá­bært.“ 

Uppfært kl 13:25. Framleiðslutölur og afkoma á þirðja ársfjórðungi sem fyrst var vísað til byggði á gögnum um sama ársfjórðung á síðasta ári. Tölurnar hafa verið uppfærðar þannig að upplýsingarnar sýni niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »