Sakar Þórarin Inga um brot á siðareglum

Björn Snorrason (t.v.) hefur ákveðið að kæra formann atvinnuveganefndar til …
Björn Snorrason (t.v.) hefur ákveðið að kæra formann atvinnuveganefndar til forsætisnefndar vegna framgöngu við kvótasetningu grásleppuveiða. Hér er hann á mynd með bræðrum sínum Snorra og Baldri með fyrsta alfa á grásleppuvertíð síðasta vor. mbl.is/Þorgeir

Útgerðarmaðurinn Björn Snorrason á Dalvík hefur sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem hann sakar Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, um brot á siðareglum þingmanna vegna tjóns sem Björn telur sig verða fyrir vegna „óvandaðrar“ lagasetningar.

Varðar málið kvótasetningu grásleppuveiða og segir Björn í bréfi til forsætisnefndar Alþingis, sem hann birtir á facebook-síðu sinni, að breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu milli umræðna og þær ekki birtar fyrr en svo seint að ekki hafi verið unnt að bregðast við þeim.

„Breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu voru ómálefnalegar og í ósamræmi við umræður á þingi. […] Ef kvótasetning væri talin nauðsynleg eins og þingið komst að (lýðræðislega) þá breytti atvinnuveganefnd viðmiðunarárum til kvótaúthlutunar frá 2014-2022 til 2018-2022 umræðulaust sem er undarleg aðferðarfræði í því ljósi að 1. umræða, þann 30. janúar fór fram miðað við 2014-2022. Frumvarpinu vísað til 2. umræðu og umsagna óskað,“ skrifar Björn.

Breytingin á viðmiðunarárunum var ekki birt fyrr en í þingskjali 11. júní og mælti Þórarinn Ingi fyrir frumvarpinu í annarri umræðu sem fram fór 21. júní.

Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar sætir gagnrýni.
Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar sætir gagnrýni.

Augljóst brot?

„Þá gat hann ekki fært rök fyrir því að verið væri að hafa í huga almannahagsmuni og jafnvel virtist vera sem þingmaðurinn væri ekki allsgáður svo ruglingslegur var málflutningurinn,“ segir Björn.

„Það er augljóst að vinnubrögðin eru brot á 5. gr. siðareglna þingsins þ.e. a, b, og c lið og jafnvel 7. grein siðareglna þingsins. Ég tel að hér eigi við, í það minnsta, siðareglur þingmanna 5. gr. b og 5. gr. e og réttast er að þessari skyndiákvörðun atvinnuveganefndar sem er ákvörðun um að breyta viðmiðunarárum til kvótaúthlutunar umræðulaust verði breytt til samræmis við lög samþykkt af Alþingi hið fyrsta,“ skrifar hann.

Vísar hann til ákvæða siðaregla sem kveða á um að alþingismenn skulu rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, taka ákvarðanir í almannaþágu og ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni. Jafnfram til ákvæðir um að þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka