Merki um viðsnúning hjá Iceland Seafood

Ægir Páll Friðbertsson forstjóri Iceland Seafood International segir alla vísa …
Ægir Páll Friðbertsson forstjóri Iceland Seafood International segir alla vísa benda í rétta átt, ennþá er þó óvissa með þróun á mörkuðum. Ljósmynd/Iceland Seafood International

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Iceland Seafood International (ISI) og var aðlöguð afkoma á fyrstu níu mánuðum ársins fyrir skatta jákvæð um 2,5 milljónir evra, jafnvirði 367 milljónum íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var aðlöguð afkoma félagsins fyrir skatta neikvæð um 1,9 milljónir evra.

Fram kemur í tilkynningu vegna uppgjörs ISI fyrir þriðja ársfjórðung að tap félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 var 1,5 milljón evra á móti 20,7 milljónum á sama tímabili í fyrra.

Samstæðan seldi vörur fyrir 102 milljónir evra í þriðja ársfjórðungi þessa árs og er það 6,5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam sala 314 milljónum evra sem er þó 1,3% minni sala en á sama tímabili en í fyrra.

Á réttri leið

„Fyrstu níu mánuðir ársins 2024 hafa fullvissað okkur um að við séum á réttri leið. Allir helstu vísar benda í rétta átt. Það er mjög jákvætt merki fyrir okkur sem erum á markaði sem hefur verið mjög krefjandi á öllum sviðum í nokkuð langan tíma núna. Háir vextir og verðbólga, hátt hráefnisverð, minni eftirspurn, minnkandi fiskneysla, pólitískur óstöðugleiki og aukinn geymslu- og flutningskostnaður,“ segir Ægir Páll Friðbertsson forstjóri ISI í tilkynningunni.

„Markaðir í Evrópu virðast vera að jafna sig hægt og rólega og eftirspurn frá Bandaríkjamarkaði hefur aukist vegna banns Bandaríkjanna á rússneskan fisk. Við gerum ráð fyrir að þorskverð haldist hátt á næstu árum vegna kvótaskerðingar í Barentshafi. Laxaverð var hátt á fyrri helmingi ársins en lækkaði vel um mitt ár. Við gerum ráð fyrir stöðugu verði á laxi allt árið með hugsanlegri hækkun undir lokin,“ segir Ægir Páll.

Hann tekur þó fram að enn sé töluverð óvissa á mörkuðum, en jákvæð teikn eru á lofti. Bendir hann á að vextir fara lækkandi og verðbólga hjaðnar. „Hins vegar hafa háir vextir neikvæð áhrif á afkomu okkar miðað við síðasta ár. Þó að markaðir haldi áfram að vera slakir eru merki um bata og við erum vongóð um að það muni leiða til aukinnar eftirspurnar á næstu mánuðum.“

Erfiður rekstur

Rekstur Iceland Seafood var um nokkurn tíma erfiður og var þar sérstaklega erfitt að ná fram hagnaði í Bretlandi. Hafði verið gripið til ýmissa aðgerða svo sem að sameina rekstur félagsins í Grimsby og Bradford í glænýtt vinnsluhús í Grimsby 2020.

Markaðsaðstlðurnar virtust þó ekki vinna með rekstrinum og var ákveðið að hætta rekstrinum 2022. Í fyrra fannst síðan kaupandi að breska dótturfélagi ISI.

Bjarni Ármansson, sem hafði leitt ISI, seldi hluti sína í samstæðunni í september í fyrra alls 10,83% af félaginu. Brim hf. keypti hlutina á 5,3 krónur á hlut og var verðmæti viðskiptanna um 1.640 milljónir króna.

Samhliða þessum viðskiptum lét Bjarni af störfum sem forstjóri og tók Ægir Páll við, en hann hafði áður starfað sem framkvlmdastjóri Brims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,53 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,28 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 312,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 2.738 kg
Þorskur 401 kg
Samtals 3.139 kg
23.1.25 Fálkatindur NS 99 Landbeitt lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 2.811 kg
Keila 66 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.771 kg
23.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 470 kg
Ýsa 26 kg
Rauðmagi 25 kg
Samtals 521 kg
23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,53 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,28 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 312,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 2.738 kg
Þorskur 401 kg
Samtals 3.139 kg
23.1.25 Fálkatindur NS 99 Landbeitt lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 2.811 kg
Keila 66 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.771 kg
23.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 470 kg
Ýsa 26 kg
Rauðmagi 25 kg
Samtals 521 kg
23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg

Skoða allar landanir »