„Hann var helvíti kaldur sjórinn þarna“

Rifsnes SH-44 lenti í hafís mun sunnar en á því …
Rifsnes SH-44 lenti í hafís mun sunnar en á því svæði sem Veðurstofan greindi fr´aþví að hann mætti finna. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Hafísinn á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands hefur færst hratt, mun sunnar en Veðurstofa Íslands greindi frá í gær, og varð línuskipið Rifsnes SH-44 umkringt hafís í gær á landleið um 130 til 140 mílur frá Rifi á Snæfellsnesi.

Rifsnesið hafði verið á línuveiðum á Dohrnbanka sem eru fiskimið vestur af Íslandi og segir Vigfús Markússon sem var stýrimaður í þessum túr að ísinn hafi ekki truflað veiðar.

„Við áttum eftir þrjá fjóra rekka, þetta slapp til, það var komið í körin og vorum hvort sem er að fara í land.“

Hafísinn var áberandi.
Hafísinn var áberandi. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Vigfús segir hafísinn hafa verið á hraðri suðurleið.

„Það var alveg míluferð á honum. Svo þegar breytir um vindátt getur þetta rekið frá. Hann er búinn að liggja svo mikið í norðanáttinni og norðaustan. Hann var helvíti kaldur sjórinn þarna.“

Hafískort dregið eftir mynd AVHRR-gervitunglsins sem tekin var í gær og birt á vef Veðurstofu Íslands sýndi hafísinn töluvert norðar en þar sem Rifsnesið rakst á hann. Sagði Veðurstofan að hafísinn væri um 20 sjómílur norður af Kögri.

Hafísinn samkvæmt AVHRR-gervitunglsins frá 25. nóvember 2024 kl. 13:20.
Hafísinn samkvæmt AVHRR-gervitunglsins frá 25. nóvember 2024 kl. 13:20. Kort/Veðurstofa Íslands

Góð veiði

Í þessum túr var verið að eltast við þorsk og var fínasta veður á miðunum að sögn Vigfúsar. „Það var mjög góð veiði á svæðinu bæði hjá okkur og togurunum. Aflinn var 330 kör, tæp 120 tonn. Mikill lifur í þessum fiski. Það er svo góður fiskur þarna, svo þéttur og góður. “

Vigfús segir línurnar hafa verið lagðar í 12 rekka stubbum og að dregnir hafa verið um 24 rekkar á sólarhring.

Ljósmynd/Vigfús Markússon
Ljósmynd/Vigfús Markússon

Uppfært 10:55. Vigfús var sagður skipstjóri á Rifsnesi, en í þessum tiltekna túr gengdi hann hlutverki stýrimanns. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,87 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 403,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 263,91 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 270,28 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Ufsi 549 kg
Karfi 133 kg
Þorskur 48 kg
Samtals 730 kg
26.11.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót
Ýsa 2.443 kg
Þorskur 457 kg
Langlúra 17 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 2.940 kg
26.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 6.107 kg
Langa 2.278 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 8.595 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,87 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 403,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 263,91 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 270,28 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Ufsi 549 kg
Karfi 133 kg
Þorskur 48 kg
Samtals 730 kg
26.11.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót
Ýsa 2.443 kg
Þorskur 457 kg
Langlúra 17 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 2.940 kg
26.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 6.107 kg
Langa 2.278 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 8.595 kg

Skoða allar landanir »