Úthluta kvóta þrátt fyrir núllráðgjöf

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun djúpkarfakvóta þverrt …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun djúpkarfakvóta þverrt á ráðgjöf vísindamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa út 3.800 tonna kvóta í djúpkarfa á yfirstandandi fiskveiðiári þrátt fyrir ráðgjöf vísindamanna um að slíkar veiðar verði ekki stundaðar til að hlífa stofninum.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, matvælaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, undirritaði breytingu á reglugerð og var hún birt í gær síðdegis í Stjórnartíðindum.

Mun 3.599 tonna heimild vera úthlutað í samræmi við kvótahlutdeildir en 201 tonn er frátekið fyrir atvinnu- og byggðakvóta.

Hrygningarstofn undir varúðarmörkum

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) vegna djúpkarfaveiða á fiskveiðiárinu 2024/2025 var að engar slíkar veiðar skyldu stundaðar. Vísað var til þess að veiðiálag væri yfir varúðarmörkum og að stærð hrygningarstofns sé talin undir varúðarmörkum.

„Djúpkarfi er hægvaxta og seinkynþroska tegund og er slíkum tegundum sérstaklega hætt við ofveiði. Smáum djúpkarfa (≤30 cm) í stofnmælingaleiðangri hefur fækkað mikið frá árinu 2007 sem gefur til kynna að nýliðun sé lítil. Þar sem ekki er að vænta umtalsverðrar nýliðunar á næstu árum er líklegt að framleiðni stofnsins minnki. Í fyrirsjáanlegri framtíð mun hrygningarstofn halda áfram að minnka, óháð nýliðun, vegna þess hve seint djúpkarfi verður kynþroska,“ segir í ráðgjöfinni.

Engar beinar veiðar á djúpkarfa fóru fram á síðasta fiskveiðiári, 2023/2024, en fiskveiðiárin eru frá 1. september til 31 ágúst.

Mynd/Hafrannsóknastofnun

Hvatning frá skipstjórum og SFS

„Þetta var eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta hangir saman við nýtingu á gullkarfastofni og grálúðustofni, sem tekst eiginlega ekkert að veiða nema það komi meðafli með af djúpkarfa,“ sagði Jón Gunnarsson aðstoðarmaður matvælaráðherra í samtali við Vísi í gær.

Að hans mati væri aðeins verið að liðka fyrir því að hægt yrði að stunda veiðar með hagkvæmum hætti og tryggja nýtingu á afla sem hvort sem er verður landað. Þar sem um óumflýjanlegan meðafla væri að ræða þyrfti því ekki að skrá djúpkarfa sem VS-afla eða styðjast við tegundatilfærslur.

Á fiskveiðiárinu 2023/2024 þegar engum kvóta var úthlutað í djúpkarfa landaði íslenski fiskiskipaflotinn tæplega 3.165 tonnum af tegundinni.

Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, telur ákvörðun um að gefa út …
Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, telur ákvörðun um að gefa út djúpkarfakvóta liðka fyrir verðmætasköpun, tegundin sé veidd hvort sem er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar matvælaráðuneytið staðfesti bann við djúpkarfaveiðum vorið 2023 vegna fiskveiðiársins 2023/2024 var ráðuneytið sakað um að hafa fyrirvaralaust breytt nýtingarstefnu. Með banninu hafi verið unninn skaði á veiðum á grálúðu og gulllax.

„Hafrannsóknastofnun gerir bara rannsóknir og veitir ráðgjöf, en ráðuneytið er með nýtingarstefnuna og við þurfum að taka tillit til efnahagslegra þátta þar. Við hefðum kannski getað minnkað veiðina á djúpkarfa, en banna ekki algjörlega veiðarnar,“ sagði Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims í samtali við 200 mílur vegna málsins.

Hagnast lítið á úrræðum

Vert er að geta þess að úrræðum eins og að heimila skráningu afla sem VS-afla og tegundatilfærslur er ætlað að auka sveigjanleika í fiskveiðistjórnuninni, og þannig draga úr brottkasti meðal annars vegna skorts á kvóta fyrir meðafla. Útgerðir geta þó orðið fyrir tapi við að færa heimildir úr verðmætari tegund og hagnast lítið á því að skrá afla sem VS-afla.

VS-afli er allt að 0,5% af uppsjávarafla eða 5% af öðrum afla sem skipstjóra er heimilt að ákveða að reiknist ekki til aflamarks (kvóta) skipsins. Úrræðið er háð því skilyrði að aflinn sé boðinn upp og seldur á fiskmarkaði. Fær útgerð skipsins 20% af söluverðinu en ríkissjóður 80%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,64 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,54 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 269,02 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 5.139 kg
Ýsa 1.527 kg
Karfi 68 kg
Hlýri 21 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.764 kg
8.1.25 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 175 kg
Ýsa 23 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 208 kg
8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,64 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,54 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 269,02 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 5.139 kg
Ýsa 1.527 kg
Karfi 68 kg
Hlýri 21 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.764 kg
8.1.25 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 175 kg
Ýsa 23 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 208 kg
8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg

Skoða allar landanir »