Kanna útbreiðslu loðnunnar í desember

Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember.
Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember. mb.is/Börkur Kjartansson

Aðal­steinn Jós­son SU. upp­sjáv­ar­skip Eskju á Eskif­irði, mun halda í könn­un­ar­leiðang­ur í byrj­un des­em­ber til að meta hve langt aust­ur með land­inu loðnan sé kom­in. Fer rann­sókn­in fram sam­kvæmt samn­ingi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar við út­gerðir loðnu­skipa, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins.

Til­kynnt var um það í októ­ber að berg­máls­mæl­ing­ar í haust­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar gæf­ur ekki til­efni til að stofn­un­in myndi mæla með því að loðnu­veiðar yrðu stundaðar á fisk­veiðiár­inu 2024/​2025. Mæld­ist heild­ar­magn loðnu 610 þúsund tonn.

Haft er eft­ir Guðmundi J. Óskars­syni, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að það séu út­gerðir með hlut­deild í loðnu sem greiða fyr­ir kostnaðinn af könn­un­ar­leiðangr­in­um. Kannað verður svæðið út af Norðaust­ur­landi að Kol­beins­eyj­ar­hrygg.

Að sögn Guðmund­ar séu eng­ar sér­stak­ar vís­bend­ing­ar sem farið er eft­ir í leiðangr­in­um en það hafa borist fregn­ir af loðnu frá tog­ur­um á þess­um slóðum.

Mik­il efna­hags­leg áhrif

Loðnu­brest­ur hef­ur veru­leg áhrif á at­vinnu­tekj­ur í þeim byggðarlög­um þaðan sem loðnu­veiðar eru stundaðar og þar með einnig á tekj­ur sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja á nærsvæðum.

Talið er að loðnu­brest­ur í vet­ur geti haft veru­leg áhrif á hag­vöxt lands­ins alls á næsta ári og gera ráð fyr­ir að loðnu­vertíð á kom­andi vertíð geti aukið hag­vöxt um 0,5 til eitt pró­sentu­stig.

Í janú­ar verður farið í hefðbundna vetr­ar­mæl­ingu á loðnunni og munu niður­stöður henn­ar ráða því hvort til­efni verði til að end­ur­skoða ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um að eng­ar loðnu­veiðar skulu eiga sér stað á kom­andi vetri.

Fjög­ur skip munu taka þátt í þeim mæl­ing­um. Tvö sem kostuð eru af Haf­rann­sókna­stofn­un og tvö sem eru kostuð af út­gerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »