Lýsir áhyggjum af nytjastofnum

Sæmundur Ólason segir togskip stórskaða lífríkið og þar með nytjastofna.
Sæmundur Ólason segir togskip stórskaða lífríkið og þar með nytjastofna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sæmundur Ólason úr Grímsey hefur marga fjöruna sopið og stundað sjósókn í meira en hálfa öld, hann byrjaði að fara á sjó með pabba sínum aðeins sjö ára en er í dag kominn á virðulegan aldur – 65 ára. Sæmundur segist hafa miklar áhyggjur af nytjastofnum á Íslandsmiðum.

„Ég hef ekkert farið í grafgötur um það að ég fullyrði að við verðum komin á svipaðan stað og Nýfundnaland var fyrir fjörutíu árum eftir fimmtán til tuttugu ár ef við breytum ekki um kúrs,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Þróunin sé alveg ljós í huga Sæmundar og vísar hann til undanfarinna fjögurra áratuga. „Á þessum tíma erum við búin að eyðileggja humarinn, eyðileggja hörpuskelina, úthafskarfann og rækjuna nánast alfarið. Eitthvað er að gerast með loðnuna og ufsinn hefur ekki náðst í fleiri ár og hefur ufsakvóti brunnið inni í kerfinu fyrir milljarða.“

Spurður hvað hann telji hafa orðið til þess að þessi staða sé komin upp svarar hann: „Á fjörutíu árum erum við búin að fara úr því að veiða helming aflans sem landað er í kyrrstæð veiðarfæri í innan við tuttugu prósent í dag.“

Viðtalið við Sæmund má lesa í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »