„Það gekk vel að veiða þegar það var hægt. Veðrið var afar óhagstætt,“ er haft eftir Tómasi Kárasyni skipstjóra á Beiti NK í færslu á vef Síldarvinnslunnar um síðasta túr. Skipið kom til hafnar í Neskaupstað með 2.800 tonn af kolmunna úr færeyskri lögsögu.
„Við byrjuðum túrinn á að liggja í vari í Færeyjum í tvo daga og áður en siglt var heim lágum við í tæpan sólarhring í Borðeyjarvík austan Klakksvíkur í vari. Þá stoppuðum við einu sinni á miðunum í 12 tíma og biðum af okkur versta veðurhaminn. Þetta var semsagt helvítis brælutíð en það fiskaðist hinsvegar vel þegar hægt var að veiða. Við fengum aflann í sex holum og holin gáfu frá 290 tonnum og upp í 600 tonn. Venjulega var dregið í 10 – 12 tíma. Veiðisvæðið var um 70 mílur austur af Færeyjum,” segir Tómas.
Að lokinni löndun hélt Beitir til síldarveiða á miðunum vestur af landinu. Gert er ráð fyrir því að haldið verði á ný á kolmunnamiðin þegar þeirri veiðiferð lýkur.
Tómas fer þó ekki vestur á síldarveiðar því hann fór til Danmerkur ásamt hópi skipstjórnarmanna sem leggja leið sína til Hirtshals þar sem tilraunir eru gerðar með veiðarfæri í sérstökum tilraunatanki. Ferðin er skipulögð af Hampiðjunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.11.24 | 576,31 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.11.24 | 600,53 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.11.24 | 381,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.11.24 | 362,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.11.24 | 276,63 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.11.24 | 277,52 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.11.24 | 219,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
28.11.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 547 kg |
Keila | 146 kg |
Ýsa | 112 kg |
Hlýri | 34 kg |
Samtals | 839 kg |
28.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 268 kg |
Ýsa | 87 kg |
Keila | 53 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 412 kg |
28.11.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 17.441 kg |
Þorskur | 3.408 kg |
Karfi | 1.052 kg |
Samtals | 21.901 kg |
28.11.24 Silver Crystal (LAD08) NO 999 Rækjuvarpa | |
---|---|
Úthafsrækja | 155.548 kg |
Samtals | 155.548 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.11.24 | 576,31 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.11.24 | 600,53 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.11.24 | 381,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.11.24 | 362,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.11.24 | 276,63 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.11.24 | 277,52 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.11.24 | 219,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
28.11.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 547 kg |
Keila | 146 kg |
Ýsa | 112 kg |
Hlýri | 34 kg |
Samtals | 839 kg |
28.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 268 kg |
Ýsa | 87 kg |
Keila | 53 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 412 kg |
28.11.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 17.441 kg |
Þorskur | 3.408 kg |
Karfi | 1.052 kg |
Samtals | 21.901 kg |
28.11.24 Silver Crystal (LAD08) NO 999 Rækjuvarpa | |
---|---|
Úthafsrækja | 155.548 kg |
Samtals | 155.548 kg |