Fengu 40 milljóna viðbótarstyrk

Bylgja Sif Jónsdóttir leiðangurstjóri segir fyrsta leiðangurinn hafa heppnast vel. …
Bylgja Sif Jónsdóttir leiðangurstjóri segir fyrsta leiðangurinn hafa heppnast vel. Nú standa yfir ítarlegar grunnrannsóknir á Hvalfirði. Ljósmynd/Aðsend

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur fengið 40 millj­ón­ir króna styrk til að fram­kvæma grunn­rann­sókn­ir á líf­fræði Hval­fjarðar. Styrk­veit­and­inn er Röst sjávar­rann­sókna­set­ur og kem­ur upp­hæðin til viðbót­ar við 60 millj­óna króna styrk sem Röst veitti stofn­un­inni fyrr á þessu ári, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Verk­efnið fel­ur í sér að Haf­rann­sókna­stofn­un geri víðtæk­ar rann­sókn­ir til að meta nú­ver­andi ástand upp­sjáv­ar og botn­lægs vist­kerf­is í Hval­f­irði. Verða meðal ann­ars fram­kvæmd­ar berg­máls­mæl­ing­ar, svif­dýra­sýna­taka, þör­unga­grein­ing­ar og erfðaefni úr plönt­um og líf­ver­um safnað.

„Von­ir standa til að eft­ir að verk­efn­inu lýk­ur verði Hval­fjörður­inn einn best rann­sakaði fjörður lands­ins. Mark­mið rann­sókn­anna er að afla grunn­gagna sem mik­il­væg eru vegna fyr­ir­hugaðra rann­sókna Rast­ar á sviði auk­inn­ar basa­virkni sjáv­ar (e. Oce­an Alkalinity En­hancement, OAE),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Næsti leiðang­ur helgaður hafs­botni

„Til að rann­saka vist­kerfi sjáv­ar er nauðsyn­legt að taka til­lit til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á mót­un þeirra. Til að fá skýra mynd af líf­fræði Hval­fjarðar eru marg­ir mis­mun­andi þætt­ir skoðaðir sem all­ir tengj­ast hver öðrum á ein­hvern hátt. Fyrsti leiðang­ur­inn var núna í byrj­un októ­ber en mik­il reynsla bæði áhafn­ar og rann­sókn­ar­fólks ásamt góðu veðri varð til þess að leiðang­ur­inn heppnaðist ótrú­lega vel,“ er haft eft­ir Bylgju Sif Jóns­dótt­ur leiðang­urs­stjóra.

Hún seg­ir næsta leiðang­ur vera helgaður mynda­tök­um af hafs­botni í Hval­f­irði og líf­rík­inu sem þar kann að finn­ast. „Einnig verður kafað eft­ir kór­alþör­unga­sýn­um næsta vor ásamt því að rann­saka þangið og þarann í fjör­unni. Það verður spenn­andi að sjá niður­stöðurn­ar og gam­an að fá að vera part­ur af því að gera svona víðtæka rann­sókn á heil­um firði.“

Leiðangursmenn á Bjarna Sæmundssyni taka inn sýni úr Hvalfirðinum.
Leiðang­urs­menn á Bjarna Sæ­munds­syni taka inn sýni úr Hval­f­irðinum. Ljós­mynd/​Aðsend

Verk­efnið mun standa fram á næsta ár. Ætl­un­in er að gögn verk­efn­is­ins verði aðgengi­leg í heild sinni, þar á meðal í gagna­grunni Seanoe. Einnig mun Haf­rann­sókna­stofn­un birta ít­ar­lega skýrslu og miðla niður­stöðunum.

„Verk­efnið á að leiða til dýpri þekk­ing­ar á líf­fræði fjarðar­ins og bæt­ist við þekk­ingu úr rann­sókn­um á haffræði Hval­fjarðar sem Haf­rann­sókna­stofn­un hóf fyrr á ár­inu með styrk frá Röst. Þær rann­sókn­ir eru enn í gangi og munu standa fram í maí 2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þörf á rann­sókn­um

Röst sjávar­rann­sókna­set­ur er sagt „ný­lega stofnað óhagnaðardrifið rann­sókn­ar­fé­lag sem hef­ur það hlut­verk að stuðla að rann­sókn­um sem tengj­ast haf­inu og lofts­lags­breyt­ing­um. Röst er hluti af alþjóðlegu neti rann­sókna­stöðva und­ir hatti Car­bon to Sea Initiati­ve. Car­bon to Sea er óhagnaðardrif­in banda­rísk sjálf­seign­ar­stofn­un sem er starf­rækt með stuðningi góðgerðasam­taka og vís­inda­sjóða á sviði lofts­lags­mála.“

Stofn­un­in leiðir áætl­un sem ætlað er að kanna hvort aukn­ing á basa­virkni sjáv­ar sé skil­virk og ör­ugg var­an­leg leið til þess að fjar­lægja kol­díoxíð úr and­rúms­loft­inu. Röst er dótt­ur­fé­lag ís­lenska lofts­lags­fyr­ir­tæk­is­ins Transiti­on Labs.

Salome Hall­freðsdótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Rast­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni mikla þörf á rann­sókn­um sem tengj­ast haf­inu og lofts­lags­breyt­ing­um. „Til að mynda hvað varðar áhrif súrn­un­ar sjáv­ar á líf­ver­ur og vist­kerfi hafs­ins, en einnig er mik­il­vægt að kanna hvort og hvernig hafið geti hjálpað okk­ur við að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,86 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Særós ST 207 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
28.3.25 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 1.057 kg
Samtals 1.057 kg
28.3.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 1.342 kg
Samtals 1.342 kg
28.3.25 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 926 kg
Samtals 926 kg
28.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 3.434 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.567 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,86 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Særós ST 207 Handfæri
Þorskur 221 kg
Samtals 221 kg
28.3.25 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 1.057 kg
Samtals 1.057 kg
28.3.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 1.342 kg
Samtals 1.342 kg
28.3.25 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 926 kg
Samtals 926 kg
28.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 3.434 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.567 kg

Skoða allar landanir »

Loka