Fengu 40 milljóna viðbótarstyrk

Bylgja Sif Jónsdóttir leiðangurstjóri segir fyrsta leiðangurinn hafa heppnast vel. …
Bylgja Sif Jónsdóttir leiðangurstjóri segir fyrsta leiðangurinn hafa heppnast vel. Nú standa yfir ítarlegar grunnrannsóknir á Hvalfirði. Ljósmynd/Aðsend

Hafrannsóknastofnun hefur fengið 40 milljónir króna styrk til að framkvæma grunnrannsóknir á líffræði Hvalfjarðar. Styrkveitandinn er Röst sjávarrannsóknasetur og kemur upphæðin til viðbótar við 60 milljóna króna styrk sem Röst veitti stofnuninni fyrr á þessu ári, að því er segir í fréttatilkynningu.

Verkefnið felur í sér að Hafrannsóknastofnun geri víðtækar rannsóknir til að meta núverandi ástand uppsjávar og botnlægs vistkerfis í Hvalfirði. Verða meðal annars framkvæmdar bergmálsmælingar, svifdýrasýnataka, þörungagreiningar og erfðaefni úr plöntum og lífverum safnað.

„Vonir standa til að eftir að verkefninu lýkur verði Hvalfjörðurinn einn best rannsakaði fjörður landsins. Markmið rannsóknanna er að afla grunngagna sem mikilvæg eru vegna fyrirhugaðra rannsókna Rastar á sviði aukinnar basavirkni sjávar (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE),“ segir í tilkynningunni.

Næsti leiðangur helgaður hafsbotni

„Til að rannsaka vistkerfi sjávar er nauðsynlegt að taka tillit til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á mótun þeirra. Til að fá skýra mynd af líffræði Hvalfjarðar eru margir mismunandi þættir skoðaðir sem allir tengjast hver öðrum á einhvern hátt. Fyrsti leiðangurinn var núna í byrjun október en mikil reynsla bæði áhafnar og rannsóknarfólks ásamt góðu veðri varð til þess að leiðangurinn heppnaðist ótrúlega vel,“ er haft eftir Bylgju Sif Jónsdóttur leiðangursstjóra.

Hún segir næsta leiðangur vera helgaður myndatökum af hafsbotni í Hvalfirði og lífríkinu sem þar kann að finnast. „Einnig verður kafað eftir kóralþörungasýnum næsta vor ásamt því að rannsaka þangið og þarann í fjörunni. Það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar og gaman að fá að vera partur af því að gera svona víðtæka rannsókn á heilum firði.“

Leiðangursmenn á Bjarna Sæmundssyni taka inn sýni úr Hvalfirðinum.
Leiðangursmenn á Bjarna Sæmundssyni taka inn sýni úr Hvalfirðinum. Ljósmynd/Aðsend

Verkefnið mun standa fram á næsta ár. Ætlunin er að gögn verkefnisins verði aðgengileg í heild sinni, þar á meðal í gagnagrunni Seanoe. Einnig mun Hafrannsóknastofnun birta ítarlega skýrslu og miðla niðurstöðunum.

„Verkefnið á að leiða til dýpri þekkingar á líffræði fjarðarins og bætist við þekkingu úr rannsóknum á haffræði Hvalfjarðar sem Hafrannsóknastofnun hóf fyrr á árinu með styrk frá Röst. Þær rannsóknir eru enn í gangi og munu standa fram í maí 2025,“ segir í tilkynningunni.

Þörf á rannsóknum

Röst sjávarrannsóknasetur er sagt „nýlega stofnað óhagnaðardrifið rannsóknarfélag sem hefur það hlutverk að stuðla að rannsóknum sem tengjast hafinu og loftslagsbreytingum. Röst er hluti af alþjóðlegu neti rannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiative. Carbon to Sea er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem er starfrækt með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála.“

Stofnunin leiðir áætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni sjávar sé skilvirk og örugg varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Röst er dótturfélag íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs.

Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segir í tilkynningunni mikla þörf á rannsóknum sem tengjast hafinu og loftslagsbreytingum. „Til að mynda hvað varðar áhrif súrnunar sjávar á lífverur og vistkerfi hafsins, en einnig er mikilvægt að kanna hvort og hvernig hafið geti hjálpað okkur við að draga úr loftslagsbreytingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 510,32 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 354,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 264,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,72 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 6.951 kg
Samtals 6.951 kg
29.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.706 kg
Þorskur 3.665 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 7.382 kg
29.11.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 52.321 kg
Ýsa 5.122 kg
Skarkoli 393 kg
Samtals 57.836 kg
29.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 2.237 kg
Þorskur 1.596 kg
Samtals 3.833 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 510,32 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 354,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 264,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,72 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 6.951 kg
Samtals 6.951 kg
29.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.706 kg
Þorskur 3.665 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 7.382 kg
29.11.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 52.321 kg
Ýsa 5.122 kg
Skarkoli 393 kg
Samtals 57.836 kg
29.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 2.237 kg
Þorskur 1.596 kg
Samtals 3.833 kg

Skoða allar landanir »

Loka