Ýsan tekur stökk í útflutningi

Fluttar hafa verið út ýsuafurðir fyrir 28 milljarða króna á …
Fluttar hafa verið út ýsuafurðir fyrir 28 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. mbl.is/Þorgeir

Vel gengur að koma ýsunni í verð ef marka má nýjustu greiningu Radarsins. Þar er vakin athygli á tölum Hagstofu Íslands sem sýna að útflutningsverðmæti ýsuafurða hafi náð 28 milljöðrum á fyrstu tíu mánuðum ársins og er það 22% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þá virðist ýsan hasla sér völl á franska markaðnum, en salan þangað hefur skilað meiri verðmætum en nokkru sinni fyrr.

Fram kemur að aukning ýsukvóta milli ára hefur líklega haft töluverð áhrif en með því sé ekki öll sagan sögð þar sem mikil breyting hefur orðið á samsetningu ýsuafurða í útflutningi.

„Ferskar afurðir hafa orðið stöðugt fyrirferðarmeiri með hverju árinu. Slík afurðavinnsla krefst hátæknibúnaðar en með henni fást mun meiri verðmæti fyrir hvert kíló sem dregið er úr sjó, enda eru ferskar afurðir mun verðmætari en aðrar afurðir,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn

Bent er á að á fyrstu tíu mánuðum ársins sé útflutningsverðmæti ferskra ýsuflaka komið í rúma 10 milljarða króna og hefur aldrei verið meira.

„Miðað við sama tímabil í fyrra er um 22% aukningu að ræða á föstu gengi. Vissulega hefur dágóð aukning einnig orðið á útflutningsverðmæti annarra afurðaflokka á milli ára. Þannig hefur útflutningsverðmæti frystra flaka aukist um 12% og verðmæti sjófrystra flaka um 40%. En þegar litið er aftur til ársins 2019, þá hefur langmesta aukningin orðið í útflutningsverðmæti ferskra afurða, en þau hafa ríflega tvöfaldast á tímabilinu. Þetta endurspeglar vel þá staðreynd að sjávarútvegsfyrirtæki eru stöðugt að leita leiða til þess að auka verðmætasköpun, eins og með þróun verðmætari afurða úr ýsu.“

Sterkur vöxtur á Frakklandsmarkaði

Vakin er athygli á að einnig virðist verða breyting á mörkuðum fyrir ýsuafurðir, en hefðbundnu markaðirnir eru Bretland og Bandaríkin. Vega fryst ýsuflök þungt í útflutningi til Bretlands en fersk ýsuflök til Bandaríkjanna.

Þriðja stærsta viðskiptalandið hvað ýsu varðar er Frakkland en hraður vöxtur eru í útflutningsverðmætum þangað og hafa þau á fyrstu tíu mánuðum ársins náð 4,6 milljörðum króna sem er meira en náðst hefur á heilu ári. Eru útflutningsverðmætin 45% meiri á fyrstu tíu mánuðum í ár en í fyrra.

„Það kemur heim og saman við þá aukningu sem orðið hefur á ferskfiskvinnslu á ýsu. Þess má geta að ýsa er ekki mjög vel þekkt í Frakklandi, líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í þeim efnum þarf að byggja upp markaðinn og þar skiptir markaðssetning sköpum, samhliða öruggri afhendingu og miklum gæðum. Frakkar eru enda miklir matgæðingar sem leggja ríka áherslu á gæði, gott hráefni og ferskleika,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn

287 milljarðar króna

Útflutningsverðmæti allra sjávarafurða á fyrstu tíu mánuðum ársins nam 287 milljörðum króna og er það um 3% minna og á sama tímabili í fyrra.

Samdrátturinn skrifast fyrst og fremst á loðnubrest síðastliðinn vetur og voru fluttar út loðnuafurðir fyrir 7,7 milljarða á tímabilinu, en 28,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Ef ekki er litið til áhrifa loðnubrestsins hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu tíu mánuðum ársins aukist um 4%.

„Sé litið á einstaka tegundahópa, þá er einungis aukning í útflutningsverðmæti botnfiskafurða á ofangreindu tímabili. Þar nemur aukningin rúmlega 6% á föstu gengi á milli ára. Útflutningsverðmæti allra annarra tegundahópa dregst saman. Það gefur auga leið að samdrátturinn er mestur í útflutningsverðmæti uppsjávarafurða, eða um 17% á föstu gengi. Að loðnu undanskilinni er hins vegar ágætis aukning í útflutningsverðmæti uppsjávarafurða, eða sem nemur tæp 9% á sama kvarða. Útflutningsverðmæti flatfiskafurða hefur svo dregist saman um tæp 6% á milli ára og skelfiskafurða, sem er að langstærstum hluta rækja, um 12%,“ segir í greiningunni.

Þorskurinn vegur sem fyrr þyngst í útflutningstölum sjávarafurða og var útflutningsverðmæti þorskafurða tæplega 119 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er rúmlega 41% útflutningsverðmæta allra sjávarafurða.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 641,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 489,32 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 299,40 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 84 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.461 kg

Skoða allar landanir »