Heimild útgerða til að flytja veiðiheimildir í makríl á þessu ári yfir á næsta ári hefur verið hækkuð í 25% úr 15%. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vef Fiskistofu.
Aðeins tókst að veiða tæp 87,6 þúsund tonn af makríl á síðustu makrílvertíð en íslensku uppsjávarskipunum hafði verið úthlutað 130,7 þúsund tonna makrílkvóta. Það er því rétt rúmlega þriðjungur veiðiheimilda sem eru ónýttar.
Ljóst þykir að heimild til að færa 25% heimilda milli ára mun ekki duga til að færa yfir allar ónýttar heimildir og munu því einhverjar brenna inni.
Makríllinn hefur undanfarin ár í sífellt minni mæli leitað á Íslandsmið og hefur því reynst erfiðlega fyrir íslensku skipin að veiða hann. Ekki liggja fyrir samningar strandríkjanna um veiðar á þessum deilistofni og er íslensku skipunum því óheimilt að sækja makrílafla í lögsögu annarra ríkja. Reynt hefur verið að veiða makrílinn á alþjóðlegu hafsvæði, svokallaðri Síldarsmugu, en það hefur gengið mis vel.
Mikilvægt þykir fyrir Íslendinga að halda áfram að gefa út makrílkvóta og að útgerðirnar haldi áfram að reyna að veiða allan þann kvóta sem gefinn er út, þar sem það er sagt styrkja tilkall Íslands til hlut í veiðunum. Veiði Íslendingar minni af makríl er óttast að það grafi undan rökstuðningi að baki kröfu Íslands.
Vert er þó að geta þess að mesti ágreiningurinn í málinu virðist mega rekja til Noregs og Færeyja sem einhliða hafa undanfarið stóraukið makrílkvóta sinn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.1.25 | 547,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.1.25 | 680,92 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.1.25 | 432,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.1.25 | 386,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.1.25 | 152,07 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.1.25 | 224,68 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.1.25 | 324,99 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.302 kg |
Þorskur | 2.233 kg |
Steinbítur | 340 kg |
Langa | 32 kg |
Samtals | 9.907 kg |
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.952 kg |
Ýsa | 976 kg |
Ufsi | 30 kg |
Keila | 27 kg |
Steinbítur | 11 kg |
Samtals | 14.996 kg |
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 327 kg |
Keila | 104 kg |
Hlýri | 40 kg |
Ýsa | 20 kg |
Samtals | 491 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.1.25 | 547,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.1.25 | 680,92 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.1.25 | 432,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.1.25 | 386,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.1.25 | 152,07 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.1.25 | 224,68 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.1.25 | 324,99 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.302 kg |
Þorskur | 2.233 kg |
Steinbítur | 340 kg |
Langa | 32 kg |
Samtals | 9.907 kg |
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.952 kg |
Ýsa | 976 kg |
Ufsi | 30 kg |
Keila | 27 kg |
Steinbítur | 11 kg |
Samtals | 14.996 kg |
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 327 kg |
Keila | 104 kg |
Hlýri | 40 kg |
Ýsa | 20 kg |
Samtals | 491 kg |