„Lentum í dálitlu íshavaríi“

Töluvert af ís var á miðunum vestur af landinu þar …
Töluvert af ís var á miðunum vestur af landinu þar sem Gullver var á veiðum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Hjálmar Ólafur Bjarnason

„Hann gekk þokkalega og veðrið var í lagi lengst af, en skítabræla í restina,“ segir Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri á Gullver NS um síðasta túr togarans í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Gullver landaði 95 tonnum á Grundarfirði í gær og var aflinn mest gullkarfi og þorskur.

„Við byrjuðum og enduðum túrinn á Nætursölunni en í millitíðinni var verið á Dohrnbankanum þar sem við lentum í dálitlu íshavaríi. Við munum taka einn túr í viðbót hér vesturfrá,” segir Hjálmar Ólafur.

Greint var frá því í síðustu viku að það væri töluverður hafís að færast inn á miðin vestur af landinu.

Þá landaði Vestmannaey VE 53 tonnum í Neskaupstað í gær, að mestu þorsk og ýsu. Togarinn kom þó fyrr til löndunar en ætlað var vegna veðurs.

„Við fengum góðan afla á Glettinganesflakinu en svo brældi og þá fórum við inn til Neskaupstaðar, lönduðum og biðum af okkur veðrið. Þegar veðrið gekk niður var haldið út á ný. Togað var á Gerpisgrunni í nótt og nú er verið að leita að ýsu á Skrúðsgrunni,” er haft eftir Valtý Bjarnasyni, stýrimanni á Vestmannaey, í færslunni.

70 tonn í Vestmannaeyjum

Í dag kom síðan Bergur VE til hafnar í Vestmannaeyjum mep 70 tonn og var afli skipsins að mestu þorskur og ýsa.

„Við byrjuðum á Gula teppinu og síðan var verið að við Hvalbak. Að því kom að farið var norður á Gletting og þar fékkst bæði þorskur og ýsa. Síðan var haldið suður fyrir land og verið alveg kloss við ströndina í skjóli fyrir veðrinu. Þar fengum við þorsk og ufsa á Víkinni og loks var endað á Reynisdýpinu,” segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, í færslunni.

Bergur kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag.
Bergur kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 307,56 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 307,56 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »