Hollendingar sagðir hjálpa Pútín

Ekki er virkt eftirlit með því hvort rússneskur fiskur sem …
Ekki er virkt eftirlit með því hvort rússneskur fiskur sem fluttur er til Hollands hafi verið veiddur löglega. Ljósmynd/Norebo

Mikilvægasta innflutningshöfn fyrir rússneskan hvítfisk til Evrópu er í Velsen í Hollandi og er alvarlegur brestur á eftirliti með því hvort aflinn sé veiddur með löglegum hætti.

Þannig hafa Hollendingar séð til þess að rússneskar útgerðir geti aflað milljörðum bandaríkjadala til að hjálpa Vladimír Pútín Rússlandsforseta að fjármagna innrásarstríð sitt í Úkraínu.

Á þetta sér stað samhliða hnignun þorskstofnsins í Barentshafi.

Þetta kemur fram í umfjöllun hollenskra blaðamanna um innflutning rússneskra sjávarafurða til Evrópusem birt hefur verið í De Groene Amsterdammer undir fyrirsögninni „Smyglað fyrir Pútín“ og The Barents Observer undir fyrirsögninni „Veitt fyrir Pútín“.

Fram kemur í umfjölluninni að allt árið 2023 og í fleiri mánuði á þessu ári hafi rússnesk skip getað óáreitt landað afla í hollenskum höfnum.

Í maí ákváðu hollensk yfirvöld aftur á móti að stöðva flutningana af ótta við að rússnesku skipin væru að auðvelda njósnir yfirvalda í Kreml.

Stuðningsaðili Pútíns

Rússland er stærsti framleiðandi hvítfisks sem seldur er til Evrópu og hefur megnið af þorski og ýsu verið flutt til Evrópu í gegnum hollenskar hafnir.

Í fyrra var innflutningurinn 98 þúsund tonn og mátti sjá rússnesk flutningaskip í hollenskum höfnum í hverri viku.

Höfnin Ijmuinden í Velsen er rekin í samstarfi hins opinberra og einkarekinna sjávarútvegsfyrirtækja. Eitt þeirra fyrirtækja sem á mikil umsvif á hafnarsvæðinu hefur verið hollenskt dótturfélag rússnesku útgerðarinnar Norebo.

Um er að ræða eina af stærstu útgerðum Rússlands sem hefur fjárhagslega stutt dyggilega við stjórnmálaflokk Putíns, Sameinað Rússland.

Útgerðin er í eigu auðkýfingsins Vítalí Orlov sem er meðal auðugustu mönnum Rússlands.

Útflutningur sjávarafurða til Evrópu fjármagnar óbeint stríðsrekstur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta …
Útflutningur sjávarafurða til Evrópu fjármagnar óbeint stríðsrekstur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu. AFP

Leynileg umskipun á Svalbarða

Greint er frá því að flutningaskipið Belómorje hafi siglt fyrir Norebo frá Múrmansk í Rússlandi síðastliðið vor fullt af frosnum afurðum og haldið til Gröningen, þar sem skipinu var svo neitað að leggja við bryggju.

Var grunur um að einhver um borð hefði stundað njósnir við Eemshaven-höfnina en þar koma í land samskiptastrengir og rafmagnslínur.

Hélt þá skipið til Velsen en þar var skipinu einnig vísað frá. Hafði innviðaráðherra Hollands ákveðið að loka höfnum landsins fyrir flutningaskipum Rússlands.

Sneri þá flutningaskipið við og hélt í átt að Svalbarða. Viku seinna stöðvaði skipið í afskekktum firði og var þar í nokkra daga þar til norska skipið Silver Copenhagen mætti til að taka við farminum. Hélt því næst Belómorje til heimahafnar í Múrmansk en norska skipið sigldi með rússneska fiskinn til Velsen.

Gat norska ríkisútvarpið NRK greint frá því í apríl síðastliðnum að það væri orðið mjög algengt að norsk flutningaskip taki við farmi við Svalbarða og flytja til Velsen í Hollandi.

Svindl talið viðvarandi

Hollensku blaðamennirnir ræddu meðal annars við Tor Gilstrup, fyrrverandi eftirlitsmann norsku fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet), sem rifjaði upp að hann hefði ásamt kollega sínum árið 2006 hafið rannsókn á rússneskum fiski sem fluttur er til hollenskra hafna.

Áætluðu þeir að rússneskar útgerðir hefðu á árunum 2002 til 2008 selt um hundrað þúsund tonn af þorski sem veiddur var án heimilda. Komust þeir meðal annars að því að kassar merktir ýsu hefðu verið fullir af þorski.

Úttekt á vegum evrópsku fiskveiðieftirlitsstofnuninni (EFIA) hafi árið 2019 leitt í ljós miklar brotalamir í eftirliti í höfninni í Velsen. Var afli meðal annars ekki vigtaður þrátt fyrir að slíkt sé skylda. Jafnframt var bent á að viðurlög við brotum væru mjög væg.

Gilstrup segir áhyggjuefni að vitað sé um brotalamir í eftirlitinu og á sama tíma séu vísindamenn að leggja til þess að umtalsvert verði skorið niður í þorsk- og ýsuveiðum í Barentshafi. Segir hann lítið fara fyrir hugsanlegri ofveiði Rússa í umræðunni í Noregi.

Norebo fyrirferðarmikið

Athygli vekur að í umfjölluninni er dótturfélag rússnesku útgerðarinnar Norebo, Norebo Netherlands B.V., sagt umsvifamesti söluaðili rússneskra afurða í Hollandi. Skrifstofur félagsins eru skammt frá flutningamiðstöðinni í Velsen.

„Nærri helmingur allra sendinga kemur frá einu af fjörutíu fiskiskipum Norebo. Það er einnig fyrirtækið sem, undir hinu gamla nafni Ocean Trawlers, var af norskum eftirlitsmönnum tengt við að kaupa ólöglega veiddan fisk í byrjun 21. aldar. Þó fyrirtækið hafi aldrei verið sakfellt fyrir þetta,“ segir í umfjölluninni. 

Um tíma var öllum viðskiptum Norebo í Evrópu stýrt í gegnum breska dótturfélagið Norebo Europe Ltd. í Bretlandi.

Það félag hefur verið í viðskiptum við Landsbankann um árabil og var greint frá því í fyrra að viðskiptavinir félagsins í Evrópu hefðu verið upplýstir um að allar greiðslur skyldu framvegis berast á gjaldeyrisreikninga félagsins hjá bankanum.

Ekki er vitað hvort Landsbankinn hafi þjónustað viðskipti með rússneskt sjávarfang í Hollandi. Breska sölufélagið hefur dregið verulega úr starfsemi sinni enda hefur verið lagt bann við innflutningi á rússnesku sjávarfangi til Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.1.25 523,69 kr/kg
Þorskur, slægður 5.1.25 632,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.1.25 402,28 kr/kg
Ýsa, slægð 5.1.25 397,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.1.25 224,47 kr/kg
Ufsi, slægður 5.1.25 308,82 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.1.25 219,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.1.25 523,69 kr/kg
Þorskur, slægður 5.1.25 632,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.1.25 402,28 kr/kg
Ýsa, slægð 5.1.25 397,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.1.25 224,47 kr/kg
Ufsi, slægður 5.1.25 308,82 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.1.25 219,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »