Kaldbakur fyrstur með tvö þúsund tonn

Kaldbakur EA er fyrstur að ná tvö þúsund tonnum af …
Kaldbakur EA er fyrstur að ná tvö þúsund tonnum af þorski á þessu fiskveiðiári. Ljósmynd/Samherji

Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 61.298 tonnum af þorski á fyrstu þremur mánuðum fiskveiðiársins 2024/2025 sem hófst 1. september. Þar af var afli aflamarksskipa 50.854 tonn og krókaaflamarksbáta 10.443 tonn.

Meðal aflamarksskipa er það Kaldbakur EA-1 sem hefur landað mestum þorski á fyrstu þremur mánuðum fiskveiðiársins og er þorskaflinn heil 2.050 tonn. Kaldbakur er því fyrsta fiskiskipið til að ná tvö þúsund tonnum á þessu fiskveiðiári samkvæmt aflaskráningu á vef Fiskistofu.

Sólberg ÓF-1 hefur landað næstmestum þorskafla og var hann 1.868 tonn á þessum þrem mánuðum. Á eftir fylgir Björgúlfur EA-312 með 1.855 tonn.

Kristján HF-100 er aflahæsti krókaaflamarksbáturinn í þorski með rétt rúm 497 tonn. Hafrafell SU-65 er með næstmesta þorskaflann á tímabilinu og bar að landi 479,2 tonn. Þétt á eftir fylgir Auður Vésteins SU-88 með tæp 478,7 tonn.

Kristján HF-100 hefur landað rúmlega 497 tonnum af þorski á …
Kristján HF-100 hefur landað rúmlega 497 tonnum af þorski á fyrstu þrem mánuðum fiskveiðiársins 2024/2025. Ljósmynd/Kambur hf.

Sólberg aflamest í ýsu

Þá landaði fiskiskipaflotinn 22.888 tonnum af ýsu á fyrstu þrem mánuðum fiskveiðiársins. Þar af lönduðu aflamarksskipin 17.989 tonn og krókaaflamarksbátarnir 4.899 tonn.

Fríða Dagmar ÍS-103 er aflahæsti krókaaflamarksbáturinn í ýsu og hefur á tímabilinu landað 279 tonnum. Næst mestum ýsuafla hefur Einar Guðnason ÍS-303 landað og nemur aflinn 266 tonnum. Á eftir fylgir Tryggvi Eðvarðs SH-2 með 252 tonn.

Sólbergið sem var með næstmestan þorskafla er með mestan ýsuafla og hefur togarinn landað tæplega 1.148 tonnum af ýsu. Á eftir fylgir Baldvin Njálsson GK-400 með 1.049 tonn og svo Blængur NK-125 með rúmlega 591 tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »