Markaðir fyrir lax hafa einkennst af miklum sveiflum á árinu 2024. Hófst árið með óvenjuháu verði og framleiðsluaukningu en stóraukin samkeppni leiddi til verðhruns um mitt ár. Hefur meðalverð á laxi á alþjóðlegum mörkuðum haldist undir meðalverði síðasta árs. Verð er þó hátt í sögulegu samhengi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Verð á laxi er háð miklum árstíðasveiflum og er lægst yfir sumar og haust en hækkar eftir það jafnt og þétt og nær hámarki á vormánuðum í kringum páska. Það varð einnig raunin í ár og náði meðalverð í apríl 130,67 norskum krónum sem er hæsta meðalverð í stökum mánuði sem nokkurn tíma hefur sést. Um er að ræða 1.643,44 íslenskar krónur á hvert kíló af slátruðum laxi.
Ekki var eintóm gleði því verð tók fljótt að lækka og varð algjört hrun milli maí og júní þegar meðalverð féll um 33,7%. Aldrei hefur meðalverð fallið jafn mikið og fékkst lægsta verð í september þegar það var aðeins 71,56 norskar krónur á kíló, hafði það ekki verið lægra síðan janúar 2022.
Hangir þetta vel saman við þróun framleiðslunnar en framleiðsla á eldislaxi í Noregi, sem er stærsta framleiðslulandið á heimsvísu, var töluvert minni á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili 2023 og enn minni en 2022. Þegar leið á sumar fór framboð af norskum eldislaxi að vaxa ört. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa Norðmenn flutt út 1.014.952 tonn af laxi og er það meiri lax en þeir fluttu út allt árið í fyrra.
Umfjöllunina má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |