Auglýsa Bjarna Sæmundsson til sölu

Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á Íslandsmiðum í meira en …
Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á Íslandsmiðum í meira en hálfa öld. Skipið er nú til sölu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur auglýst rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson HF-30 til sölu. Skipið var smíðað 1970 í Þýskalandi fyrir Hafrannsóknastofnun og afhent stofnuninni í desember sama ár.

Bjarni Sæmundsson virkt í hafrannsóknum í meira en hálfa öld og er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, en dýpt að efra þilfari er sjö metrar. Í skipinu eru þrjár vélar með 410 kw. hver og er gagnhraði 12 sjómílur ef keyrt er á öllum vélum. Á skipinu hefur verið 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn.

Nýtt skip, Þórunn Þórðardóttir hefur verið í smíðum og er búist við að það verði afhent á næstu vikum. Tekur það við af Bjarna Sæmundssyni.

Bjarni Sæmundsson við bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar HAfrannsóknastofnunar í bakgrunni.
Bjarni Sæmundsson við bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar HAfrannsóknastofnunar í bakgrunni. mbl.is/Hafþór

„Skipið er smíðað sem almennt rannsóknarskip, þar á meðal fiski- og hafrannsóknir. Drifkerfið er af díselrafmagni til að tryggja lágt hljóðstig. Í þessum skipaleiðöngrum er meðal annars fjallað um margvíslegar vistfræðilegar athuganir, stofnmælingar á hafsbotni, fiskamerkingar og veiðarfærarannsóknir,“ segir í auglýsingu FSRE.

Þar er einnig greint frá því að meiriháttar endurbætur hafi verið gerðar á Bjarna Sæmundssyni árið 2003 og var þá skipt um allar þrjár dísilvélar, sett upp nýtt aflstjórnunarkerfi, dælukerfi endurnýjað, einangrun endurnýjuð og umbætur gerðar í sal, eldhúsi, dagvistum, rannsóknarstofu, herbergjum, rannsóknarstofu og stýrishúsi.

Þá mun FSRE meðal annnars líta til sjálfbærni, endurnotkunar og kolefnisfótspors þegar farið er yfir tilboð í skipið. Opnun tilboða verður 31. mars 2025.

Vekur FSRE athygli mögulegra kaupenda á því að það sé vitað að það sé asbest í skipinu og að ekki hafi verið gert sérstök úttekt á skipinu með tilliti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »