Kapp ehf. hefur keypt meirihluta hlutafjár í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Þar er greint frá því að Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Kami Tech þjónustar m.a. American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem einnig eru viðskiptavinir Kapp.
Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingavinnslu og annan iðnað. „Með kaupunum er KAPP að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum,“ segir í tilkyningunni.
Fullyrt er að um stefnumarkadi kaup sé að ræða í samræmi við vaxtaráform Kapp á erlendum mörkuðum. „Kami Tech er staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu, kaupin eru liður í aukinni sókn KAPP á vesturströnd Bandaríkjanna.“
Helstu lausnir sem Kapp hefur að bjóða fyrir sjávarútveginn á þessum markaði eri krapvélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur, auk sprautusöltunarvéla, kælitanka, frysta og uppþýðingarbúnaðar.
„Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjanna er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því. KAPP er því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast er við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu,“ segir í f´rettatilkynningunni.
Félag í meirihlutaeigu Kapp festi nýverið kaup á öllum eignum í þrotabúi Skagans 3X.
„Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,” segir Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP.
„Samruninn við KAPP er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,” segir Tom Key, framkvæmdastjóri hjá Kami Tech Inc.