Landeldisfélagið AquaBounty hættir rekstri

Lendeldisfyrirtækið AquaBounty hættir rekstri. Fyrirtækið hefur tekist á við fjölbreyttar …
Lendeldisfyrirtækið AquaBounty hættir rekstri. Fyrirtækið hefur tekist á við fjölbreyttar áskoranir. Ljósmynd/AquaBounty

Stjórn bandaríska landeldisfyrirtækisins AquaBounty Technologies Inc. hefur ákveðið að loka síðustu starfsstöð sinni, seiðastöð fyrirtækisins í Bay Fortune í Kanada. Áður hafði fyrirtækið rekið laxeldisstöðvar í Indiana og Ohio í Bandaríkjunum.

„Við höfum lagt áherslu á að viðhalda starfsemi í Bay Fortune stöðunni en höfum ekki nægjanlegt lausafé til að halda því áfram. Við höfum unnið í rúmt ár við að afla fjár, meðal annars við sölu á eldisstöðvum okkar og búnaði. Því miður hafa þessar aðgerðir ekki skilað nægu fé til að viðhalda rekstraraðstöðu okkar. Sjáum við því ekki annað í stöðunni en að leggja niður reksturinn sem eftir er og fækka starfsfólki,“ segir David Frank fjármálastjóri AquaBounty í tilkynningu á vef félagsins.

Fram kemur að Dave Melbourne, framkvæmdastjóri félagsins, hafi sjálfviljugur sagt starfi sínu lausu auk þess sem Alejandro Rojas rekstrarstjóri og Melissa Daley starfsmannastjóri hafa hvatt fyrirtækið.

„Á næstu mánuðum munum við halda áfram að vinna með bankanum okkar að því að meta valkosti fyrir verkefnið okkar í Ohio og við munum halda áfram að markaðssetja og selja tiltækar eignir til að búa til reiðufé. Við munum halda öllum hagsmunaaðilum upplýstum um framvindu okkar,“ segir Frank.

Fjölmörg rekstrarvandamál

Fyrirtækið, sem starfað hefur frá 1989, bætist í hóp fleiri fyrirtækja sem reynt hafa að ná samkeppnisforskoti með því að framleiða lax nálægt mörkuðum. Hugmyndir slíkra verkefna hafa byggt á að eyða út kostnaðaraukningunni sem verður til við eldi langt frá náttúrulegum heimkynnum laxins með m.a. lægri flutningskostnaði og lengri líftíma afurða í vöruhillum.

Eitt þeirra áskorana sem slík starfsemi hefur glímt við er aðgengi að nægilegu vatni. Hefur því verið þróað endurvinnslukerfi sem hreinsar frárennsli og dælir vatninu í eldisstöðinna á ný. Slík kerfi nota meðal annars líftækni til að hreinsa vatnið og eru því mjög viðkvæm, geta smávægileg frávik leitt til mikils laxadauða.

Þessi vandamál fylgdu einnig eldi AquaBounty sem hefur þurft að takast á við sjúkdóma og mikinn laxadauða. Fram kemur í tilkynningu félagsins að fjölmörg vandamál hafi verið við reksturinn, meðal annars hafi ekki fengist nægt eldsneyti, rafmagn, vatn, súrefni og frjóvguð egg.

Þá er einnig bent á íþyngjandi regluverk matvælastofnunar Bandaríkjanna og opinberra aðila á mörkuðum fyrir afurðir félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »