Slátrað úr kvíum við Haukadalsbót

Brunnbáturinn sækir fisk í kvíar við Haukadalsbót í Dýrafirði.
Brunnbáturinn sækir fisk í kvíar við Haukadalsbót í Dýrafirði. Ljósmynd/Arctic Fish

Unnið hefur verið að því undanfarna daga að slátra úr kvíum Arctic Fish við Haukadalsbót í Dýrafirði. Fram kemur í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins  að gengið hafi mjög vel og að fiskurinn sé fallegur og af góðum gæðum.

Aflanum er komið til vinnslu í Bolungarvík með brunnskipinu Nova Trans. Að lokinni löndun um hádegi siglir Nova Trans til Dýrafjarðar og byrjar að sækja nýjan skammt fyrir næsta dag, um 80 til 110 tonn af laxi hvert skipti.

„Þegar þeir koma þangað er starfsfólk okkar í Dýrafirði búið að gera klárt fyrir afhendingu. Það er gert þannig að nótinni er lyft og kastnót er sett út sem þrengir að fiskinum upp að brunnbátinum sem sýgur hann um borð lifandi. Þaðan er svo siglt í Bolungarvík þar sem að slátrun hefst í morgunsárið,“ segir í færslunni.

Það tekur alla jafna um sex til tíu vinnsludaga að klára úr hverri kví en um tíu kvíar eru á hverju eldissvæði.

Laxinum er dælt um borð lifandi.
Laxinum er dælt um borð lifandi. Ljósmynd/Arctic Fish
Þrengt er að fiskinum með nót og einfaldar það dælinguna.
Þrengt er að fiskinum með nót og einfaldar það dælinguna. Ljósmynd/Arctic Fish
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.24 655,96 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.24 365,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.24 438,17 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.24 268,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.24 198,33 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.24 294,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.24 247,46 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.12.24 394,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.902 kg
Ýsa 1.391 kg
Steinbítur 118 kg
Skarkoli 105 kg
Samtals 7.516 kg
13.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 188 kg
Langa 97 kg
Steinbítur 87 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 25 kg
Keila 19 kg
Samtals 456 kg
13.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 27 kg
Ýsa 13 kg
Sandkoli 9 kg
Steinbítur 6 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.24 655,96 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.24 365,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.24 438,17 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.24 268,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.24 198,33 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.24 294,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.24 247,46 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.12.24 394,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.902 kg
Ýsa 1.391 kg
Steinbítur 118 kg
Skarkoli 105 kg
Samtals 7.516 kg
13.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 188 kg
Langa 97 kg
Steinbítur 87 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 25 kg
Keila 19 kg
Samtals 456 kg
13.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 27 kg
Ýsa 13 kg
Sandkoli 9 kg
Steinbítur 6 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »