Mjög illa virðist hafa gengið að veiða ufsa í nóvember síðastliðnum. Aflinn nam 2.093 tonnum sem er 38% minni afli en sama mánuð í fyrr þegar íslenski fiskiskipaflotinn bar 3.366 tonn af ufsa að landi, að því er fram kemur í talnagögnum sem Hagstofa Íslands birti á vef sínum í morgun.
Ekki hefur tekist að fullnýta heimildir í ufsa um árabil.
Íslenski fiskiskipaflotinn landaði tæplega 94 þúsund tonnum í nóvember og er það 7% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má rekja til stórfelldar aukningar í kolmunnaaflanum.
Í nóvember síðastliðnum var landað tæplega 32,5 þúsund tonnum af botnfiskafla, þar af var mest af þorski eða 18.711 tonn. Um er að ræða 13% minni botnfiskafla en í sama mánuði í fyrra og 16% minna af þorski. Einnig varð 11% samdráttur í ýsuafla.
Uppsjávaraflinn í síðasta mánuði var tæplega 60 þúsund tonn og er það næstum fjórðungi meiri afli en í nóvember 2023. Dróst síldaraflinn saman um 12% og endaði í 36 þúsund tonnum, en kolmunnaaflinn jókst um 224% og nam 23.549 tonn.
Á tólf mánaða tímabilinu frá desember 2023 til nóvember 2024 var afli íslensku skipanna um 979 þúsund tonn, en var 1.380 þúsund tonn tólf mánaða tímabilið á undan. Samdráttinn má rekja til uppsjávarveiðanna og vegur loðnubrestur síðasta veturs þungt, en einnig dróst síldaraflinn saman um þriðjung og makrílaflinn um 37%.
Botnfiskaflinn jókst hins vegar um 4% á tímabilinu og skiptir þar ýsan mestu en aflinn fór úr 69,5 þúsund tonnum í rúm 83 þúsund tonn. Jókst þorskaflinn um 1% og nam hann 222,7 þúsund tonnum. einnig varð smávægileg aukning í karfa en samdráttur í ufsa.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 423,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 285,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína | |
---|---|
Ýsa | 9.819 kg |
Steinbítur | 5.574 kg |
Samtals | 15.393 kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 631,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 561,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 423,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 285,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 365,72 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,21 kr/kg |
4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína | |
---|---|
Ýsa | 9.819 kg |
Steinbítur | 5.574 kg |
Samtals | 15.393 kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 15.370 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 71.107 kg |