130 þúsund tonna upphafskvóti í makríl

Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir útgáfu upphafskvóta í makríl …
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir útgáfu upphafskvóta í makríl til norskra skipa tryggja að þeir sem stenfa á að hefja veiðar snemma geti gert það. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Viðræður strandríkja í London á mánudag og í gær á vettvangi Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðsins (NEAFC) um skiptingu hlutdeilda í makríl virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri og hefur norska atvinnu- og sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að upphafskvóti norskra skipa í makríl vegna ársins 2025 verði 130 þúsund tonn.

Þessi upphafskvóti er 22,52% af þeim 576.958 tonna hámarksafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur á næsta ári.

„Á meðan enn eigi eftir að finna lausn á skiptingu (hlutdeilda) makríls, höfum við ákveðið upphafskvóta fyrir árið þannig að við tryggjum að sá hluti flotans sem byrjar snemma fái tækifæri til að hefja veiðar. Endanlegur kvóti verður ákveðinn vel áður en veiðar hefjast að fullu,“ segir Marianne Sivertsen Næss sjávarútvegs- og hafráðherra Noregs í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Síðastliðið sumar gerði Noregur, Færeyjar og Bretland samning sín á milli um skiptingu ígildi 72% ráðlagðs hámarksafla í makríl til þriggja ára. Evrópusambandið, Ísland og Grænland eru utan þessa samkomulags og gefa öll svokölluð strandríki út kvóta til sinna skipa sjálfstætt.

Fyrir árið 2024 nam ráðgjöf ICES 739.386 tonn, en ráðið gerir ráð fyrir að strandríkin veiði 954.112 tonn af makríl á árinu. Að óbreyttu verður einnig veitt umfram vísindalega ráðgjöf á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,19 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 291,74 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,10 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 93,95 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 613 kg
Samtals 613 kg
18.12.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Ýsa 2.849 kg
Þorskur 2.106 kg
Keila 122 kg
Samtals 5.077 kg
18.12.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 33 kg
Þorskur 21 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 8 kg
Samtals 73 kg
18.12.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 3.495 kg
Ýsa 2.623 kg
Keila 38 kg
Karfi 27 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 6.192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,19 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 291,74 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,10 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 93,95 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 613 kg
Samtals 613 kg
18.12.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Ýsa 2.849 kg
Þorskur 2.106 kg
Keila 122 kg
Samtals 5.077 kg
18.12.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 33 kg
Þorskur 21 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 8 kg
Samtals 73 kg
18.12.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 3.495 kg
Ýsa 2.623 kg
Keila 38 kg
Karfi 27 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 6.192 kg

Skoða allar landanir »