Þúsund tonn af laxi í Önundarfirði

ÍS 47 ehf. mun að óbreyttu fá að stunda áframeldi …
ÍS 47 ehf. mun að óbreyttu fá að stunda áframeldi á frjóum laxi í Önundarfirði. Hámarkslífmassinn verður þúsund tonn.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breyttu rekstrarleyfi fyrir ÍS 47 ehf. vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði. Fyrirtækið hefur fyrir heimild til þúsund tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og þorski, en mun að óbreyttu fá þess í stað leyfi til eldis á frjóum laxi.

Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu ÍS 47 ehf. frá 21. október 2022 um tegundabreytingu og færslu svæðis ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 7. febrúar 2023 um matsskyldu.

„Breyting á rekstrarleyfinu heimilar eldi á frjóum laxi í Önundarfirði en heimild til eldis á þorski verður felld úr leyfinu samhliða breytingunni. Hámarkslífmassi verður óbreyttur, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið. Breytingin felur einnig í sér færslu svæðis frá Ingjandssandi yfir á Hundsá, þannig að áfram eru einungis tvö svæði í leyfinu,“ segir í tilkynningunni.

Markmiðið 2.500 tonn

ÍS 47 ehf. var lengi vel rekið sem útgerð Gísla Jóns Kristjánssonar og eiginkonu hans Friðgerðar Ómarsdóttur. Lýsti Gísli því í viðtali við 200 mílur fyrir nokkrum árum að allt hafi þetta byrjað þegar Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal bað hann um að veiða þorsk til áframeldis.

Hóf ÍS 47 ehf. síðan eigið eldi árið 2011, fyrst í Skutulsfirði en síðar Önundarfirði þar sem eldi fyrirtækisins er nú.

Árið 2021 var síðan greint frá því að ÍV SIF Equity Farming ehf. (ÍSEF) hefðu fest kaup á meirihluta í fiskeldisfyrirtækinu „Þetta er frábært fyrir íslenskt fiskeldi, Flateyri og svæðið í heild,“ sagði Gísli við tilefnið.

Stefnt er að því að koma framleiðslu fyrirtækisins í 2.500 tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »