Strandveiðar í forgangi

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

Svig­rúm til strand­veiða verður aukið til muna sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þar seg­ir að 48 dag­ar verði tryggðir á næsta ári og í 12 daga í hverj­um mánuði eða í maí, júní, júlí og ág­úst.

Örn Páls­son, hjá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda, sagðist í sam­tali við 200 míl­ur líta svo á að fyr­ir­komu­lagið verði vænt­an­lega til framtíðar.

Hanna Katrín Friðriks­son er ný­tek­in við embætti at­vinnu­vegaráðherra og seg­ist telja mögu­legt að breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða geti tekið gildi fyr­ir næsta sum­ar.

„Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir sam­kvæmt stjórn­arsátt­mál­an­um að eitt af for­gangs­verk­efn­um í mínu ráðuneyti er að fara ofan í þetta og finna leiðir. Vinna þarf hratt og vel því ætl­un­in er að þetta taki gildi fyr­ir sum­arið. Í ljósi þess hversu skýrt þetta er orðað, og hversu mik­ill vilji er hjá flokk­un­um þrem­ur, þá verður þetta eitt þeirra verk­efna sem fara í for­gang,“ seg­ir Hanna Katrín.

Útfærsl­an óljós

Spurð um út­færsl­una seg­ir hún of snemmt að full­yrða um hvaða leið verði far­in til að auka veiðarn­ar en til­færsla á afla­heim­ild­um verði skoðuð. „Ég hef hug á að skoða til­færslu heim­ilda en áður þarf ég að kynna mér gögn í ráðuneyt­inu og ræða við ýmsa aðila. Ég verð að gefa mér það svig­rúm á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Hanna Katrín en Örn seg­ir að með lengra tíma­bili megi tryggja jafn­ræði milli lands­hluta.

Fiski­stofa stöðvaði strand­veiðar 12. júlí en þá sé stóri þorsk­ur­inn rétt að ganga inn á grunn­slóð á Norður- og Aust­ur­landi. „Það er eitt af því sem skipt­ir máli og und­an­far­in ár hef­ur svæðaskipu­lagið verið skoðað með það fyr­ir aug­um að finna lausn­ir. Fyr­ir ákveðna lands­hluta hef­ur skipu­lagið verið ósann­gjarnt. Einnig hef­ur verið vilji fyr­ir því að stöðva að menn fari út í hvaða veðri sem er enda er það bók­staf­lega hættu­legt,“ seg­ir Hanna Katrín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 9.741 kg
Ufsi 13 kg
Ýsa 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 9.761 kg
22.3.25 Ásþór RE 395 Handfæri
Þorskur 1.701 kg
Samtals 1.701 kg
22.3.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 2.397 kg
Þorskur 150 kg
Ufsi 73 kg
Rauðmagi 59 kg
Samtals 2.679 kg
22.3.25 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 2.450 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 9.741 kg
Ufsi 13 kg
Ýsa 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 9.761 kg
22.3.25 Ásþór RE 395 Handfæri
Þorskur 1.701 kg
Samtals 1.701 kg
22.3.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 2.397 kg
Þorskur 150 kg
Ufsi 73 kg
Rauðmagi 59 kg
Samtals 2.679 kg
22.3.25 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 2.450 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »