Fangar sjómennskuna á filmu

Áhugaljósmyndarinn og sjómaðurinn Pétur Axel Birgisson hefur tekið fjölda mynda …
Áhugaljósmyndarinn og sjómaðurinn Pétur Axel Birgisson hefur tekið fjölda mynda sem lýsa lífsraunum sjómanna. Ljósmynd/Pétur Axel Birgisson

Það var tilviljun sem réð því að Pétur Axel Birgisson frá Grindavík fór á sjó og hefur hann verið sjómaður í um tvo áratugi. Þar kviknaði áhuginn á ljósmyndun og gefa myndir hans okkur hinum á landi skemmtilega innsýn í líf sjómanna.

Mynd eftir Pétur Axel prýddi forsíðu desemberblaðs 200 mílna.

„Ég byrjaði átján ára á sjó og þetta eru að verða einhver 20 ár. Komst á Hrafn Sveinbjarnarson 2006 og fór yfir á Tómas Þorvaldsson þegar hann var keyptur og var þar einhver tvö eða þrjú ár. Ég fór svo aftur á Hrafn Sveinbjarnar en er núna kominn yfir á Huldu [Björnsdóttur],“ segir Pétur Axel í viðtali sembirt var í umræddu blaði.

Pétur Axel Birgisson var með forsíðumynd desemberblaðsins.
Pétur Axel Birgisson var með forsíðumynd desemberblaðsins. Ljósmynd/Pétur Axel Birgisson

En hvernig byrjaði ljósmyndaáhuginn?

„Ég var að keyra rútur í fríum þegar ég var yngri. Ég vildi ferðast um landið og sjá alla þessa staði á landinu og það var ekkert hægt að rífa alla með sér í ferð um landið þegar manni hentaði. Maður fékk mánuð í landi og hentaði mér vel en menn náttúrlega í vinnu og með aðrar skuldbindingar. Þannig að ég fór bara og tók rútuprófið, fór svo að keyra túrista.“

„Þá fór ég að leika mér að taka myndir á símann. Vinur minn reyndi að ýta mér út í þetta og hvatti mig til að kaupa myndavél. Ég hunsaði það í nokkurn tíma en þessi félagi minn, sem er ljósmyndari, seldi mér síðan myndavél sem hann átti. Ég fór að prófa mig áfram og svo fór ég að sökkva mér í þetta. Mér var bara ýtt út í þetta, ég vissi ekkert að ég hefði eitthvert auga fyrir ljósmyndun.“

Ljósmynd/Pétur Axel Birgisson

Hann segir það fara misjafnlega í mannskapinn að verða allt í einu módel. „Sumir fíla þetta ekki og vilja ekki að það sé verið að taka myndir af þeim en öðrum er alveg sama. Svo er það bara þannig að menn myndast misvel,“ segir Pétur Axel og hlær en bætir snöggt við: „Þetta eru samt alveg myndarlegir menn, en verða einhvern veginn asnalegir á mynd.“

Lesa má viðtalið í heild í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.25 588,06 kr/kg
Þorskur, slægður 26.1.25 686,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.25 347,89 kr/kg
Ýsa, slægð 26.1.25 312,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.25 234,70 kr/kg
Ufsi, slægður 26.1.25 295,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 26.1.25 246,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.25 588,06 kr/kg
Þorskur, slægður 26.1.25 686,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.25 347,89 kr/kg
Ýsa, slægð 26.1.25 312,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.25 234,70 kr/kg
Ufsi, slægður 26.1.25 295,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 26.1.25 246,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »