Eins og Bloomberg fyrir sjávarútveginn

„Þessi gögn eru úti um allt, á mismunandi formi og …
„Þessi gögn eru úti um allt, á mismunandi formi og í mismunandi gæðum, en við snyrtum þau, stöðlum og sníðum að þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Anna Björk. mbl.is/Karítas

Það á við um sjávarútveginn eins og aðrar atvinnugreinar að gott aðgengi að vönduðum upplýsingum skiptir sköpum fyrir alla ákvarðanatöku.

Anna Björk Theodórsdóttir er stofnandi íslenska tæknisprotans Oceans of Data en þar hefur verið þróuð sérhæfð gagnaveita fyrir sjávarútveginn. Félagið býr að stóru og umfangsmiklu gagnasafni sem fer sístækkandi en hjá Oceans of Data eru gögnin hreinsuð, stöðluð og undirbúin til frekari greiningar.

Sem dæmi um hvernig gögnin geta nýst fyrirtækjum í greininni nefnir Anna Björk í viðtali í desemberblaði 200 mílna að Oceans of Data auðveldi útgerðum að átta sig á hvað keppinautar þeirra aðhafast. „Segjum t.d. að útgerðarfélag sé að veiða karfa, en sjái það í gagnasafni okkar að skip eru að landa miklu magni af karfa þá stundina svo að stefnir í mjög mikið framboð. Það gæti verið vísbending um að best væri að draga úr karfaveiðunum þangað til aðstæður verða þannig að meiri líkur séu á að fá betra verð fyrir aflann.“

Fiskur á markaði. Greinin er á sífelldri hreyfingu og ekki …
Fiskur á markaði. Greinin er á sífelldri hreyfingu og ekki auðvelt fyrir eitt fyrirtæki að reyna að átta sig á hvar það stendur. Oceans of Data ætlar að breyta því. mbl.is/Ómar

Anna Björk segir seljendum heldur ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað þyki eðlilegt verð fyrir sjávarafurðir. „Kaupandinn fullyrðir kannski að verðið sé svona frekar en hinsegin, og ekki að því hlaupið að sjá það strax hvert meðalverðið er á markaðinum frá degi til dags sem setur seljendur í slæma stöðu. Jafnvel lítils háttar frávik í verði geta safnast upp og ef við t.d. ímyndum okkur félag sem selur 100 tonn af fiski á viku og selur hann á 10 dollara kílóið þegar væri hægt að fá 10 dollara og 30 sent, þá er félagið að fara á mis við hálfa aðra milljón dala á ársgrundvelli.“

Loks nefnir Anna Björk dæmi af sölufyrirtæki sem gæti orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni ef lesið er rangt í markaðinn. „Vanmat á eftirspurn getur þýtt að sölufyrirtækin sitja uppi með miklar birgðir sem er kostnaðarsamt að geyma og þarf á endanum að koma í verð með einhverju móti – og þá yfirleitt með því að selja fiskinn með afslætti. Þessi fyrirtæki byggja rekstur sinn iðulega á örlítilli álagningu og má ekki mikið út af bregða.“

Viðtalið má les aí heild sinni í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.25 579,16 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.25 729,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.25 398,16 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.25 348,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.25 258,11 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.25 321,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.25 312,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.317 kg
Þorskur 449 kg
Steinbítur 186 kg
Hlýri 17 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.979 kg
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.031 kg
Ýsa 345 kg
Steinbítur 7 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 1.389 kg
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.25 579,16 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.25 729,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.25 398,16 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.25 348,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.25 258,11 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.25 321,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.25 312,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.317 kg
Þorskur 449 kg
Steinbítur 186 kg
Hlýri 17 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.979 kg
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.031 kg
Ýsa 345 kg
Steinbítur 7 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 1.389 kg
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg

Skoða allar landanir »