Kæra ákvörðun Fiskistofu

Bergur-Huginn krefst þess að ákvörðun Fiskistofu verði gerð ógild.
Bergur-Huginn krefst þess að ákvörðun Fiskistofu verði gerð ógild. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Berg­ur-Hug­inn ehf., sem er dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hefur lagt fram kæru til matvælaráðuneytisins á ákvörðun Fiskistofu um að svipta togarann Vestmannaey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vikur fyrir viktunarbrot.

Hefur togarinn, sem Bergur-Huginn gerir út, verið sviptur veiðileyfi frá og með 6. janúar til 19. janúar.

Fiski­stofa seg­ir í ákvörðun sinni um veiðileyf­is­svipt­ing­una að „um al­var­leg og meiri­hátt­ar brot skip­stjóra og áhafn­ar­meðlima að ræða fram­in af stór­kost­legu gá­leysi, sem hefði leitt til veru­legs ávinn­ings fyr­ir málsaðila hefðu þau ekki kom­ist upp“.

Vegna þessa kveðst Fiski­stofa ekki ástæðu til að áminna eða veita lág­marks­leyf­is­svipt­ingu þrátt fyr­ir að um sé að ræða fyrsta brot.

„Þungbær refsing“

Krefst Bergur-Huginn þess að ákvörðun Fiskistofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refsingunni á meðan matvælaráðuneytið hefur kæruna til meðferðar.

„Svipting leyfa til veiða er þungbær refsing,“ segir í kærunni, sérstaklega í ljósi þess að um stuttan fyrirvara er að ræða. Sviptingin mun taka í gildi rúmum mánuði eftir að kæran var gefin út.

Vankantar í rannsókn Fiskistofu

Bergur-Huginn tel­ur ekki neinn ásetn­ing hafa legið að baki þess að bíl­stjóri á veg­um Eim­skips hafi ekið á brott með rúm tíu tonn af ýsu held­ur hafi verið um mann­leg mis­tök að ræða sem leiddi til þess að bíl­stjór­inn fór ekki á bíl­vog og fékk ekki vigt­un­ar­nótu.

Í ákvörðun­ Fiskistofu seg­ir það hins veg­ar ekki skipta máli þar sem ábyrgðin á því að afli sé vigtaður á herðum skip­stjóra.

Telur Bergur-Huginn að Fiskistofa hafi ekki útskýrt með fullnægjandi hætti hvernig viðvera skipstjóra og áhafnarmeðlima hefði getað komið í veg fyrir atburðarásina sem leiddi til mannlegra mistaka sem ökumaður Eimskipa gerðist sekur um.

Telur félagið einnig að meðalhófs hafi ekki verið gætt í ákvörðun Fiskistofu og að stofnunin hafi með engu móti sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti, „m.a. með því að hafa ekki rætt við þá starfsmenn félagsins sem viðstaddir voru viktunina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg
27.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.712 kg
Ýsa 309 kg
Samtals 3.021 kg
27.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Ýsa 212 kg
Þorskur 178 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg
27.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.712 kg
Ýsa 309 kg
Samtals 3.021 kg
27.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Ýsa 212 kg
Þorskur 178 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »