Tollfrjáls kvóti til ESB margfalt meiri en áður

„Þetta er jákvætt skref en ég vonast auðvitað til þess …
„Þetta er jákvætt skref en ég vonast auðvitað til þess að þau verði enn fleiri í átt að auknu tollfrelsi, bæði í inn- og útflutningi,“ er haft eftir nýjum utanríkisráðherra. Þorgeir Baldursson

Eftir áramót taka gildi átta nýir tollfrjálsir innflutningskvótar til Evrópusambandsins. Breytingarnar eru sagðar veita tollfrjálsan aðgang fyrir margfalt fleiri afurðir en áður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, en þar segir að Ísland og ESB hafi samið um markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir þann 30. nóvember, áður en ný ríkisstjórn tók við.

Samningurinn nær yfir tímabilið 1. maí 2021 til 30. apríl 2028 og felur í sér átta tollkvóta fyrir fleiri en 50 tollanúmer. Tímafrekar samningaviðræður og fullgildingarferli gerðu það að verkum að töluvert er liðið á tímabilið sem um var samið, samkvæmt ráðuneytinu.

ESB sé mikilvægasti markaður Íslendinga

Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í tilkynningunni að ESB sé mikilvægasti markaður Íslands og að nýju tollkvótarnir veiti tollfrjálsan aðgang fyrir margfalt fleiri afurðir en hingað til. Stórir safnkvótar auki sveigjanleika útflytjenda og tryggi vonandi að kvótarnir nýtist til fulls.

„Þetta er jákvætt skref en ég vonast auðvitað til þess að þau verði enn fleiri í átt að auknu tollfrelsi, bæði í inn- og útflutningi,“ er haft enn fremur eftir utanríkisráðherra.

Tvöfalt meira en gert var ráð fyrir

Til þess að koma til móts við það að samningaviðræður hafi dregist á langinn var samið um að ónýtt kvótamagn, á tímabilinu frá 1. maí 2021 og þar til kvótarnir verða opnaðir 1. janúar 2025, myndi dreifast á þann samningstíma sem eftir er, eða til 30. apríl 2028.

Þannig var umsamið heildarmagn kvótanna 15 þúsund tonn árlega en verður meira en tvöfalt það út tímabilið. Verði kvótarnir ekki fullnýttir í lok samningstímabilsins verður hægt að nýta það magn sem eftir er til 30. apríl 2030 eða þar til nýr samningur liggur fyrir.

Þá náðist samkomulag um að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands og ESB, en stefnt er að því að þeim viðræðum verði lokið á samningstímabilinu. Með þessu móti hefur verið skapaður vettvangur til viðræðna við ESB um greiðari aðgang Íslands að innri markaði ESB, ekki síst fyrir sjávarafurðir.

Á vef Stjórnarráðsins er að finna frekari upplýsingar um nýju kvótana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg
27.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.712 kg
Ýsa 309 kg
Samtals 3.021 kg
27.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Ýsa 212 kg
Þorskur 178 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg
27.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.712 kg
Ýsa 309 kg
Samtals 3.021 kg
27.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Ýsa 212 kg
Þorskur 178 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »