Væri ungmennaveiði eitthvað fyrir Íslendinga?

Ungir sjómenn ánægðir með vænan steinbít sem fékkst á ungmennaveiðum …
Ungir sjómenn ánægðir með vænan steinbít sem fékkst á ungmennaveiðum í Norður-Noregi síðastliðið sumar. Ljósmynd/Vadsø kommune

Norðmönnum sem stunda sjósókn sem aðalstarf og eru yngri en 30 ára hefur fjölgað þó nokkuð undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur að þeim sem eru yngri en 20 ára fjölgar mikið og er talið að eins konar kynningarveiðar fyrir ungmenni hafi haft veruleg áhrif á þessa þróun. Ekkert sambærilegt er í boði hér á landi, að því er fram kemur í umfjöllun sem birt var í desemberblaði 200 mílna.

Í Noregi hefur um árabil verið starfrækt svokölluð ungmennaveiði (n. ungdomsfiske) yfir sumartímann. Kerfið er leið fyrir ungt fólk að kynnast sjávarútvegi, jafnvel einstaklinga sem aldrei hafa heyrt minnst á sjósókn. Kerfið er talin ein af mikilvægustu leiðum Norðmanna til þess að auka nýliðun í greininni.

Um er að ræða sérstaka veiði þar sem fólki á aldrinum 12-25 ára gefst kostur á að skrá sig til leiks og var veiðitímabilið síðastliðið sumar 17. júní til 16. ágúst. Hver þátttakandi hefur heimild til að landa afla fyrir 50 þúsund norskar krónur á tímabilinu, jafnvirði 626 þúsund íslenskra króna. Má nota hin ýmsu veiðarfæri svo sem stöng, handfæri, línu, net og gildrur.

Stúlkur 35% þátttakenda

Síðastliðið sumar var 651 ungmenni skráð til þátttöku í veiðunum, þar af voru 227 stúlkur eða 35% þátttakenda. Væri slíkt kerfi hér á landi myndi þetta vera, miðað við íbúafjölda, um 45 ungir einstaklingar sem gætu látið á veiðar reyna.

Miðað við höfðatölu myndi þetta þýða að í sambærilegu kerfi hér á landi myndu um 45 unglingar taka þátt á hverju ári, en ekkert sambærliegt er í boði á Íslandi.

Nánar má lesa um málið í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 324 kg
Karfi 172 kg
Þorskur 113 kg
Ýsa 96 kg
Samtals 705 kg
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 173 kg
Ýsa 99 kg
Samtals 272 kg
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 324 kg
Karfi 172 kg
Þorskur 113 kg
Ýsa 96 kg
Samtals 705 kg
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 173 kg
Ýsa 99 kg
Samtals 272 kg
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg

Skoða allar landanir »

Loka