Sést hefur til hvals í Eyjafirði síðustu 20 mánuði

Sést hefur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð.
Sést hefur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Aldrei hefur verið jafn gott hvalalíf í Eyjafirði og nú á síðustu 15 árum. Sést hefur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð.

Þetta segir Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic SeaTours, í samtali við mbl.is.

Arctic SeaTours hefur boðið upp á hvalaskoðun í Eyjafirði frá árinu 2009. Árið 2014 byrjaði fyrirtækið að bjóða upp á slíkar ferðir allan ársins hring. 

Hér má sjá fólk í hvalaskoðunarferð.
Hér má sjá fólk í hvalaskoðunarferð. mbl.is/Þorgeir

880 ferðir á árinu

Freyr segir að oftast hafi lítið sést til hvals í firðinum í mars og apríl en að árið í ár hafi verið undantekning á því og segir hann að sést hafi til hvals í öllum hvalaskoðunum þá mánuði. 

Fyrirtækið hefur farið ríflega 880 hvalaskoðunarferðir á árinu en í aðeins þremur þeirra hefur ekki sést til hnúfubaks. 

„Síðan ég byrjaði árið 2009 er þetta langbesta árið. Það eru þrjár ferðir á þessu ári þar sem við höfum ekki séð hnúfubak og þar af voru tvær ferðir í febrúar og svo ein í júlí, sem var bara óheppni - það var bara þoka,“ segir Freyr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 594,92 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 339,31 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 594,92 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 339,31 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »