Telur ekkert svigrúm til mikilla hækkana

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert svigrúm til stórfelldrar hækkunar …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert svigrúm til stórfelldrar hækkunar veiðigjalds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir ekki til staðar svig­rúm til stór­felldr­ar hækk­un­ar á veiðigjaldi og vís­ar til þess að nú um ára­mót­in hækkaði kol­efn­is­gjald mikið. Hann seg­ir jafn­fram ljóst að grípa verði til veru­legr­ar hagræðing­ar ef strand­veiðum eigi að vera tryggðar aukn­ar veiðiheim­ild­ir með því að ganga á kvóta út­gerða lands­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ára­móta­kveðju for­stjór­ans sem birt hef­ur verið á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Ný rík­is­stjórn tók við fyr­ir jól og óska ég henni velfarnaðar í sín­um störf­um fyr­ir land og þjóð. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er komið inn á mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins og meðal ann­ars fjallað um rétt­lát auðlinda­gjöld. Ég held að eng­inn sé því ósam­mála og hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn ekki hafnað rétt­lát­um auðlinda­gjöld­um,“ seg­ir Gunnþór.

„Þegar rætt er um rétt­lát auðlinda­gjöld þarf hins veg­ar að hafa í huga hvernig staðan er í dag bæði hér á landi og hjá sam­keppn­isaðilum okk­ar er­lend­is. Það ligg­ur fyr­ir að kol­efn­is­gjöld, sem ekki eru til staðar í sum­um sam­keppn­islönd­um okk­ar í sjáv­ar­út­vegi, eru að hækka mikið um ára­mót­in. Orku­kostnaður hef­ur sömu­leiðis rokið upp á ár­inu og um­hverf­i­s­væn raf­orka er af skorn­um skammti. Þá ligg­ur fyr­ir að veiðigjöld á upp­sjáv­ar­fisk munu marg­fald­ast um ára­mót­in. Þannig að svig­rúm til tvö­föld­un­ar á veiðigjöld­um, eða stór­felldra hækk­ana á þeim, er ekki til staðar í nú­ver­andi um­hverfi.“

Til­færsla kvóta kalli á hagræðingu

Þá vík­ur Gunnþór máli sínu að strand­veiðum og fyr­ir­ætlan­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að festa í sessi 48 veiðidaga fyr­ir alla strand­veiðibáta.

„Til­færsla á afla­heim­ild­um hef­ur verið nefnd í því sam­hengi. Verði um frek­ari til­flutn­ing að ræða úr afla­marks­kerf­inu yfir í strand­veiðina þýðir það ein­fald­lega að fyr­ir­tæk­in verða að bregðast við með hagræðingu. Það get­ur falið í sér samþjöpp­un vinnslu og fækk­un skipa og þar af leiðandi gæti sjó­mönn­um, sem hafa at­vinnu af veiðum, fækkað.“

Strand­veiðisjó­menn hafa fagnað áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en fátt er í hendi með hvernig hún hyggst standa við hin fögru fyr­ir­heit. Hef­ur verið bent á að það þurfi að tvö­falda afla­heim­ild­ir strand­veiða í þorski í um 20 þúsund tonn til að tryggja öll­um bát­um um­rædda veiðidaga.

„Íslend­ing­ar tóku upp kvóta­kerfi og stýr­ingu á veiðum því sjáv­ar­út­veg­ur­inn sem at­vinnu­grein var kom­inn í öngstræti sök­um of­veiði og óhag­kvæms rekstr­ar. Óheft­ar ólymp­ísk­ar strand­veiðar, án stýr­ing­ar á magni eða fjölda, eru síst til þess falln­ar að auka verðmæti eða hag þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Gunnþór.

Bend­ir hann á reynslu Norðmanna af því að hrá­efn­is­verð „lækk­ar á ákveðnum tím­um árs­ins þegar smá­bát­ar kepp­ast um að veiða óheft á ákveðnum tíma. Þess vegna á ég erfitt með að trúa að mat­vælaráðherra ætli að auka afla­heim­ild­ir um­fram vís­inda­lega ráðgjöf sem hef­ur verið horn­steinn ís­lenska fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Í dag byggja gild­andi afla­regla og vott­an­ir á þeirri stýr­ingu.“

Gunnþór seg­ir al­manna­hags­muni að um­gjörð at­vinnu­lífs­ins sé fyr­ir­sjá­an­leg og styðji sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­greina. „Þannig mun okk­ur lánast að halda áfram á braut auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og byggja bet­ur und­ir áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn þjóðar­inn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »