Djúpkarfakvótinn tryggði laun sjómanna

Útgáfa djúpkarfakvóta þvert á ráðgjöf tryggði að aflanum var ekki …
Útgáfa djúpkarfakvóta þvert á ráðgjöf tryggði að aflanum var ekki landað sem VS-afla og tryggði þannig laun sjómanna segja formaður og varaformaður Félags skipstjórnarmanna. mbl.is/Þorgeir

Ekki var óeðlilegt að Bjarni Benediktsson í hlutverki sínu sem matvælaráðherra hafi ákveðið að útgefnar skyldu veiðiheimildir fyrir 3.800 tonnum af djúpkarfa þrátt fyrir að vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafi mælt gegn því að veiðiheimildir skyldu gefnar út. Með kvótanum var tryggt að sjómenn fengju sanngjörn laun.

Þetta segja þeir Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður.

„Ýmsir hafa látið að því liggja að matvælaráðherra hafi gengið einhverra annarlegra erinda, svo er nú aldeilis ekki, staðreyndin er að fiskveiðiárin 2023/2024 og 2024/2025 var ekki gefinn út neinn kvóti í djúpkarfa, það var núllkvóti. Samt sem áður komu í land á fiskveiðiárinu 2023/2024 rúmlega 3.400 tonn af djúpkarfa sem landað var að stærstum hluta í svokallaðan VS-afla, en þá fer einungis 20% af söluverðmæti afurðanna til skipta milli útgerðar og áhafnar. Megnið af söluverðmæti afurðanna, eða 80% rennur til ríkisins í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Það er engin leið að komast hjá því að djúpkarfi veiðist sem meðafli við veiðar á gráðlúðu og gulllaxi,“ skrifa þeir í bréfi sent 200 mílum.

„Hafró gaf út kvóta í þessum tveimur tegundum bæði á þessu kvótaári og því síðasta. Því máttu allir vita að óhjákvæmilegt yrði að svipað magn af djúpkarfa myndi veiðast sem meðafli á þessu fiskveiðiári og því síðasta,“ fullyrða þeir.

Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður.
Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður.

Greina þeir frá því að Félag skipstjórnarmanna hafi lagt til við matvælaráðherra (þá Bjarna Benediktsson) um að gefa út kvóta í djúpkarfa.

„Bæði vegna þess að skipstjórar sem þekkja best til töldu ástand djúpkarfastofnsins ekki gefa tilefni til núllkvóta. Einnig var félagið að hugsa um þá sjómenn sem á þessum skipum eru, það er að segja að tryggja að sjómennirnir fengju eðlileg og umsamin laun fyrir sína vinnu, að veiða, vinna, pakka og ganga frá djúpkarfanum. Það hljóta allir að geta verið sammála um að sjómenn jafnt og aðrir fái eðlileg og sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Það var því fullkomlega eðlilegt að matvælaráðherra gæfi út kvóta í djúpkarfa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg
7.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.789 kg
Ýsa 1.426 kg
Hlýri 187 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.494 kg

Skoða allar landanir »