Byggðakvóti dregst saman um 22%

Hnífsdalur fær engan byggðakvóta á þessu fiskveiðiári, en fékk 275 …
Hnífsdalur fær engan byggðakvóta á þessu fiskveiðiári, en fékk 275 tonn á því síðasta. Sjö byggðarlög sem fengu byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári fá engan slíkan kvóta á þessu ári. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Úthlutað hefur verið almennum byggðakvóta til 42 byggðalaga í 25 sveitarfélögum vegna fiskveiðiársins 2024/2025. Alls hefur verið ráðstafað 3.807 þorskígildistonnum sem er 1.022 færri tonn en á síðasta fiskveiðiári, nemur samdrátturinn milli ára 22%.

Sjö byggðarlög sem fengu úthlutað byggðakvóta vegna síðasta fiskveiðiárs fá það ekki að þessu sinni, en engin ný byggðarlög fá slíkan kvóta. Byggðakvóta er ætlað að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga á aflamarki einstaka tegunda.

Hnífsdalur verður af mestum byggðakvóta, 275 tonn, og Bíldudalur af næst mestum, 270 tonn. Tálknafjörður, Flateyri og Djúpivogur fá mestan byggðakvóta, hvort um sig 285 tonn.

Sundurgreiningu á úthlutuninni má finna neðst í fréttinni.

Mest til Vestfjarða

Greint er frá úthlutininni á vef matvælaráðuneytisins. Þar segir að „byggðalög með færri en 400 íbúa fá 2.259 þorskígildistonnum úthlutað og byggðarlög með fleiri en 400 íbúa fá úthlutað 1.548 þorskígildistonnum. Alls fá ellefu byggðalög lágmarksúthlutun upp á 15 þorskígildistonn og þrjú byggðalög fá hámarksúthlutun 285 þorskígildistonna.“

Mestum byggðakvóta er úthlutað byggðarlögum á Vestfjöðrum og fá þau alls 1.593 þorskígildistonn eða tæp 42% alls almenns byggðakvóta sem úthlutað er á fiskveiðiárinu. Á eftir fylgir Norðurland eystra með rúm þúsund tonn. Minnst er úthlutað til byggðarlaga á Suðurlandi.

Ráðuneytið vekur athygli á því að til viðbótar við úthlutun ársins koma eftirstöðvar frá fyrra ári einnig til ráðstöfunar í þeim byggðarlögum sem slíkt á við. Alls nemur flutningur almenns byggðakvóta milli ára nær 1.038 þorksígildistonnum.

Óskað eftir áliti sveitarstjórna

Þá verður sveitarstjórnum tilkynnt um úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga í dag og mun ráðuneytið leita eftir afstöðu viðkomandi sveitarstjórna hvort þær óski eftir að setja sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarksins innan einstakra byggðarlaga. Sveitarstjórnum er veittur frestur til 21. febrúar til að senda ráðuneytinu tillögur sínar.

Innsendar tillögur sveitarstjórna verða til kynningar á vef ráðuneytisins eigi skemur en í sjö daga áður en tekin verður afstaða til þeirra, en komi ekki fram óskir um sérreglur mun ráðuneytið beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta fyrir viðkomandi byggðarlög til umsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg
22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg
22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg

Skoða allar landanir »