Sást til loðnu norður af Vestfjörðum

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður …
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður af Vestfjörðum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

„Árni [Friðriksson] var að kasta á loðnu, en það hefur verið lítið hjá Heimaey,“ upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur spurður hvort hafi sést til loðnu á miðunum norður af landinu. Árni hefur verið á miðunum norður af Vestfjörðum.

„Ég get ekkert sagt um magnið,“ segir hann, en þó finnist loðna er ekki víst að hún sé í nægilegu magni til að réttlæta endurskoðun ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um enga loðnuveiði þennan veturinn.

Guðmundur kveðst ánægður með gang leiðangursins. „Þetta gengur ágætlega þessa dagana eftir að veður slotaði. Við erum að vonast til þess að ná að klára mælingar á megninu af leitarsvæðinu fyrir helgi.“

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir grænlenska skipið Polar Ammassak ljúka sinni yfirferð austur af landinu á morgun og að Barði NK, sem var á mælingum á austurmiðum, hafi lokið sínum hluta og sé á leið á miðin norður. Þar mun Barði aðstoða Heimaey VE við að ljúka yfirferð á norðursvæðinu.

Barði og Polar Ammassak voru fyrstu skipin sem héldu til mælinga og lögðu þau frá bryggju í Neskaupstað 16. janúar. Fundu þau loðnu austur af landinu í vikunni en ekkert er gefið upp um magn. Fiskifréttir hafði eftir skipstjórum skipanna tveggja að loðnan hafi verið stór og fín.

Ráðgjöf í næstu viku?

Guðmundur segir flest benda til þess að takist að fara yfir allt leitarsvæði leiðangursins.

„Árni [Friðriksson] á svolítið eftir á Vestfjarðarmiðum, það dregst kannski aðeins fram í næstu viku. Við vonum að vera komin með einhverja ráðgjöf í kringum þar næstu helgi, en það fer eftir veðri og fleiru og verður bara að koma í ljós.“

Er einhver hafís sem truflar yfirferð Árna Friðrikssonar?

„Nei, það er óvenju lítið af hafís og mun því lítið sme ekkert trufla í þetta sinn. Það verður fyrir vikið mun stærra svæði heldur en jafnan er sem við náum að fara yfir þar, sem er bara hið besta mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »