Sást til loðnu norður af Vestfjörðum

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður …
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður af Vestfjörðum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

„Árni [Friðriks­son] var að kasta á loðnu, en það hef­ur verið lítið hjá Heima­ey,“ upp­lýs­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í sam­tali við 200 míl­ur spurður hvort hafi sést til loðnu á miðunum norður af land­inu. Árni hef­ur verið á miðunum norður af Vest­fjörðum.

„Ég get ekk­ert sagt um magnið,“ seg­ir hann, en þó finn­ist loðna er ekki víst að hún sé í nægi­legu magni til að rétt­læta end­ur­skoðun ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um enga loðnu­veiði þenn­an vet­ur­inn.

Guðmund­ur kveðst ánægður með gang leiðang­urs­ins. „Þetta geng­ur ágæt­lega þessa dag­ana eft­ir að veður slotaði. Við erum að von­ast til þess að ná að klára mæl­ing­ar á megn­inu af leit­ar­svæðinu fyr­ir helgi.“

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudn­ur Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann seg­ir græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak ljúka sinni yf­ir­ferð aust­ur af land­inu á morg­un og að Barði NK, sem var á mæl­ing­um á aust­ur­miðum, hafi lokið sín­um hluta og sé á leið á miðin norður. Þar mun Barði aðstoða Heima­ey VE við að ljúka yf­ir­ferð á norður­svæðinu.

Barði og Pol­ar Ammassak voru fyrstu skip­in sem héldu til mæl­inga og lögðu þau frá bryggju í Nes­kaupstað 16. janú­ar. Fundu þau loðnu aust­ur af land­inu í vik­unni en ekk­ert er gefið upp um magn. Fiskifrétt­ir hafði eft­ir skip­stjór­um skip­anna tveggja að loðnan hafi verið stór og fín.

Ráðgjöf í næstu viku?

Guðmund­ur seg­ir flest benda til þess að tak­ist að fara yfir allt leit­ar­svæði leiðang­urs­ins.

„Árni [Friðriks­son] á svo­lítið eft­ir á Vest­fjarðarmiðum, það dregst kannski aðeins fram í næstu viku. Við von­um að vera kom­in með ein­hverja ráðgjöf í kring­um þar næstu helgi, en það fer eft­ir veðri og fleiru og verður bara að koma í ljós.“

Er ein­hver haf­ís sem trufl­ar yf­ir­ferð Árna Friðriks­son­ar?

„Nei, það er óvenju lítið af haf­ís og mun því lítið sme ekk­ert trufla í þetta sinn. Það verður fyr­ir vikið mun stærra svæði held­ur en jafn­an er sem við náum að fara yfir þar, sem er bara hið besta mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »