Birkir og Audria til Rastar

Birkir Bárðarson og Audria Dennen ganga til liðs við Röst …
Birkir Bárðarson og Audria Dennen ganga til liðs við Röst sjávarrannsóknasetur. Samsett mynd

Röst sjávar­rann­sókna­set­ur hef­ur ráðið til sín tvo nýja starfs­menn, þau Birki Bárðar­son og Au­driu Denn­en, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Röst.

Birk­ir hef­ur um ára­bil verið sjáv­ar­líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og mun nú gegna starfi stjórn­anda sjávar­rann­sókna hjá Röst.

„Birk­ir hef­ur til margra ára verið leiðandi sjáv­ar­líf­fræðing­ur og fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un þar sem hann hef­ur m.a. stýrt mati á stærð loðnu­stofns­ins og komið að ann­arri ráðgjöf um sjálf­bæra nýt­ingu fiski­stofna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hann lauk BSc-gráðu í líf­fræði við Há­skóla ís­lands árið 2001 og árið 2014 lauk hann MP­hil-gráðu í sjáv­ar­líf­fræði við Uni­versity of St Andrews. Birk­ir hef­ur mikla reynslu af líf­fræði- og haf­rann­sókn­um með áherslu á sjálf­bærni. Hann hef­ur til margra ára verið leiðandi sjáv­ar­líf­fræðing­ur og fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un með sérþekk­ingu á stofn­mati og vist­fræði upp­sjáv­ar- og miðsjáv­ar­fiska. Hann hef­ur stýrt stofn­mati loðnu og komið að ráðgjöf um sjálf­bæra nýt­ingu nytja­stofna en auk þess hef­ur hann séð um ut­an­um­hald og sam­hæf­ingu fjöl­margra rann­sókn­ar­verk­efna þar að lút­andi.

Stundaði nám í Havaí

Au­dria er sér­fræðing­ur í jarð- og haffræði, hún er banda­rísk en bú­sett á Íslandi og hef­ur lokið meist­ara­námi í hafeðlis­fræði við Há­skóla Íslands.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hún hafi lært jarðfræði og haffræði við Há­skól­ann í Havaí áður en hún flutti til Íslands til að stunda MSc í hafeðlis­fræði. Au­dria hef­ur sterk­an bak­grunn í tæknistörf­um, þar á meðal vís­inda­köf­un, tækja­búnaði og vett­vangs­rann­sókn­um. Áður en hún kom til Rast­ar hef­ur hún að und­an­förnu tekið þátt í bæði alþjóðleg­um og staðbundn­um ís­lensk­um rann­sókn­ar­verk­efn­um – eins og að vinna við hlið vís­inda­manna frá NOAA (hinni banda­rísku Haf­rann­sókna­stofn­un) að US GO-SHIP-verk­efn­inu og halda áfram sögu­leg­um rann­sókn­um á þör­ung­um í Silfru og Þjóðgarðinum á Þing­völl­um.

Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar sjávarrannsóknaseturs.
Salome Hall­freðsdótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Rast­ar sjávar­rann­sókna­set­urs.

„Það er afar ánægju­legt að fá Birki og Au­driu til liðs við okk­ur hjá Röst. Birk­ir hef­ur ára­tuga reynslu af haf­rann­sókn­um og að halda utan um og stýra rann­sókn­ar­verk­efn­um og Au­dria er haffræðing­ur með góða reynslu af tæknistörf­um og vett­vangs­rann­sókn­um. Ég hlakka til að vinna með þeim að því að skilja hvernig hafið get­ur aðstoðað okk­ur við að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um sem skipt­ir miklu máli, bæði í dag og fyr­ir kom­andi kyn­slóðir,“ er haft eft­ir Salome Hall­freðsdótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Rast­ar, í til­kynn­ing­unni.

Röst sjávar­rann­sókna­set­ur er óhagnaðardrifið rann­sókn­ar­fé­lag sem hef­ur það hlut­verk að stuðla að rann­sókn­um sem tengj­ast haf­inu og lofts­lags­breyt­ing­um. Röst er hluti af alþjóðlegu neti rann­sókna­stöðva und­ir hatti Car­bon to Sea Initiati­ve. Röst er dótt­ur­fé­lag ís­lenska lofts­lags­fyr­ir­tæk­is­ins Transiti­on Labs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »