Markmiðið ríkisstjórnarunnar um að auka tekjur ríkissjóðs, greiða niður skuldir og bæta efnahagsstöðu landsins samræmist ekki stefnu um auknar strandveiðar.
Þetta sagði í aðsendri grein Pálma Gauta Hjörleifssonar, atvinnusjómanna og varaformanns Félags skipstjórnarmanna, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag.
Sagði hann strandveiðarnar hafa tekjur af bæði atvinnusjómönnum sem og sveitarfélögum og ríki.
„Á síðustu tveimur árum hefur meðalverð á strandveiðifiski verið mun lægra en á fiski sem kemur úr aflamarkskerfinu. Þetta meðalverð sem myndast á fiskmörkuðum vegna strandveiðifisks hefur bein áhrif á verðmyndun í föstum viðskiptum milli útgerða og sjómanna og dregur þannig úr tekjum sjómanna sem starfa innan aflamarkskerfisins,“ sagði í grein Pálma.
„Lægra fiskverð á mörkuðum þýðir einnig lægri skatttekjur fyrir ríkissjóð – ekki aðeins vegna strandveiðifisks heldur einnig vegna lægri launa sjómanna í aflamarkskerfinu eftir að strandveiðum lýkur. Aukinn útflutningur á óunnum fiski þýðir jafnframt færri störf í fiskvinnslu, sem veldur enn frekara tekjutapi fyrir ríkið.“
Þá vakti Pálmi Gauti athygli á því að skatthlutfalla sjómanna á strandveiðum sé um 15% en 34-36% hjá sjómönnum í aflamarkskerfinu. „Með öðrum orðum er ríkið í raun að niðurgreiða strandveiðar með skertum skatttekjum á kostnað annars sjávarútvegs.“
„Við verðum að átta okkur á því að eitt tonn af fiski er og verður alltaf eitt tonn af fiski – það skiptir ekki máli hvernig eða á hvaða bát það er veitt. Ef kvóti er aukinn í strandveiðum er hann á endanum tekinn af þeim sem starfa í aflamarkskerfinu, sem leiðir til lægri launa sjómanna í aflamarkskerfinu, minni skatttekna fyrir ríkissjóð og lægri útflutningsverðmæta,“ sagði Pálmi Gauti.
Grein Pálma Gauta Hjörleifssonar má lesa í heild sinni hér.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 580,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 729,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 398,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 348,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 312,30 kr/kg |
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.031 kg |
Ýsa | 345 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Hlýri | 6 kg |
Samtals | 1.389 kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 580,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 729,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 398,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 348,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 312,30 kr/kg |
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.031 kg |
Ýsa | 345 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Hlýri | 6 kg |
Samtals | 1.389 kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |