Auka hrefnukvóta í þágu vistkerfisins

Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir hvalveiðarnar í takti við …
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir hvalveiðarnar í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Hvalveiðar er mikilvægur þáttur í vernd vistkerfisins og í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta fullyrðir Marianne Sivertsen Næss sjávarútvegsráðherra Noregs.

Norska ríkisstjórnin tilkynnti á vef norska stjórnarráðsins í gær að hrefnukvótinn yrði aukinn með 249 dýrum frá því á síðasta ári og verður því norskum hvalveiðimönnum heimilt að veiða samanlagt 1.406 hrefnur árið 2025.

„Hvalveiðar Norðmanna eru sjálfbærar, bundnar ströngu regluverki og hrefnustofninn er í mjög góðu ástandi. Noregur notar hagkvæmar og dýravelferðarvænar veiðiaðferðir, og afrán hvala hefur áhrif á vistkerfið. Hvalveiðar stuðlar því að auknu jafnvægi í hafinu. Til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verðum við líka að borða meira af sjávarfangi, en hvalveiðar veita holla fæðu sem fengin úr nærumhverfi neytenda,“ segir Sivertsen Næss í tilkynningunni.

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að heimilt verði að veiða 1.406 …
Norsk yfirvöld hafa ákveðið að heimilt verði að veiða 1.406 hrefnur í ár. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet: Kathrine Ryeng

Fleiri en hundrað þúsund hrefnur

Í tilkynningunni er vakin er athygli á að það séu fleiri en hundrað þúsund hrefnur á Norður-Atlantshafi. Hrefnukvótinn var 1.157 dýr á síðasta ári en eykst í 1.406 dýr vegna ónýtts kvóta á síðasta ári.

Á árinu 2024 tóku 11 sjóför þátt í hrefnuveiðum Norðmanna sem eru fleiri skip en árið 2023, en aðeins var 415 dýrum landað sem er þó nokkuð minni afli en árið á undan.

Hrefnukvótinn er ákveðinn á grundvelli reiknilíkans frá vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem norsk stjórnvöld segja tryggja sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 595,74 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 383,22 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 228,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 406,96 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 38 kg
Samtals 38 kg
11.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 4.153 kg
Ufsi 461 kg
Karfi 188 kg
Ýsa 123 kg
Samtals 4.925 kg
11.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 41.792 kg
Samtals 41.792 kg
11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.400 kg
Samtals 1.400 kg
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.107 kg
Steinbítur 836 kg
Ýsa 822 kg
Samtals 3.765 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 595,74 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 383,22 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 228,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 406,96 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 38 kg
Samtals 38 kg
11.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 4.153 kg
Ufsi 461 kg
Karfi 188 kg
Ýsa 123 kg
Samtals 4.925 kg
11.2.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 41.792 kg
Samtals 41.792 kg
11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.400 kg
Samtals 1.400 kg
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.107 kg
Steinbítur 836 kg
Ýsa 822 kg
Samtals 3.765 kg

Skoða allar landanir »