Lenti aldrei í alvarlegum óhöppum

Skipstjórinn Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson ólst upp á Hólmi á Stokkseyri.
Skipstjórinn Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson ólst upp á Hólmi á Stokkseyri. Samsett mynd

Guðbjart­ur Ingi­berg­ur Gunn­ars­son, skip­stjóri til margra ára, fagnaði 85 ára af­mæli sínu 11. fe­brú­ar síðastliðinn og var í til­efni þess rætt við hann í Morg­un­blaðinu síðastliðinn þriðju­dag.

„Ég er bara nokkuð ánægður með starfs­fer­il­inn. Ég var mjög hepp­inn með að lenda aldrei í al­var­leg­um óhöpp­um eða slys­um og er mjög þakk­lát­ur fyr­ir það. Það hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar á skip­um og út­búnaði hvers kon­ar sem hafa létt mönn­um starfið og auðveld­ara og betra að hafa sam­band við fjöl­skyld­ur í landi,“ sagði Guðbjart­ur.

Hann er fædd­ur á Stokks­eyri 11. fe­brú­ar 1940 og kláraði í Stýri­manna­skól­an­um hið meira fiski­manna­próf vorið 1961.

Í Eyjafirði Sæbjörg og Óðinn sigla út fjörðinn, en Guðbjartur …
Í Eyjaf­irði Sæ­björg og Óðinn sigla út fjörðinn, en Guðbjart­ur var yf­ir­stýri­maður á Sæ­björgu. Ljós­mynd/​Aðsend

Guðbjart­ur stundaði sjó­mennsku mest­all­an starfs­fer­il­inn. Þegar hann hætti til sjós voru liðin 52 ár frá því að hann var fyrst skráður á skip. Hann byrjaði 15 ára á tog­ar­an­um Surprise og fór árið eft­ir 16 ára á tog­ar­ann Ísborg frá Ísaf­irði. Svo var hann á vertíðarbát­um og tog­ur­um í nokk­ur ár. Í sept­em­ber 1969 réðst hann til ÍSAL og var þar í fjög­ur ár.

Haf­rann­sókn­ir í Afr­íku

Árið 1978 byrjaði Guðbjart­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, fyrst í af­leys­ing­um en síðan sem fa­stráðinn stýri­maður. Hann var skip­stjóri á haf­rann­sókna­skip­inu Bjarna Sæ­munds­syni er hann fór á eft­ir­laun.

Árið 1990 var flutti Guðbjart­ur áamt eig­in­konu sinni til Swakop­mund í Namib­íu á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar.

Í Namib­íu var Guðbjart­ur yf­ir­stýri­maður á rann­sókn­ar­skip­inu Bengu­ela og var svo beðinn að taka að sér að kenna verðandi veiðieft­ir­lits­mönn­um í Luder­itz. Voru þau í Namib­íu í tvö ár. Fóru svo aft­ur til Namib­íu í upp­hafi árs 1999 og dvöldu þá í eitt og hálft ár. Hann var þá skip­stjóri á haf­rann­sókna­skip­inu Welwitschia en síðustu mánuðina að kenna í Sjó­manna­skól­an­um í Wal­vis Bay.

Nán­ar má lesa um skip­stjór­ann Guðbjart Ingi­berg Gunn­ars­son hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »