Norðmenn sæta harðri gagnrýni í Evrópu

Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu …
Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu ESB. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á und­an­förn­um árum hafa Norðmenn getað tryggt land­vinnsl­um sín­um toll­frjálst aðgengi að rúss­nesku hrá­efni á und­ir­verði og ein­hliða stór­aukið kvóta sinna skipa í deili­stofn­um. Skilaði þetta veru­leg­um ávinn­ingi fyr­ir norsk­an sjáv­ar­út­veg en Adam var ekki lengi í Para­dís.

Gætu Norðmenn átt þving­un­araðgerðir yfir höfði sér, en fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ligg­ur til­laga að reglu­gerð sem heim­il­ar inn­flutn­ings­bann á ríki sem studna ósjálf­bær­ar veiðar.

Fram kom í um­fjöll­un sem birt var í blaði 200 mílna að fisk­veiðinefnd Evr­ópuþings­ins hélt sér­stak­an fund 28. janú­ar síðastliðinn um stöðu sam­skipta Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs með til­liti til fisk­veiða. Til­gang­ur fund­ar­ins, sem hald­inn var fyr­ir opn­um dyr­um í Brus­sel, var að rýna í nú­ver­andi fisk­veiðisamn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs og yf­ir­stand­andi fisk­veiðideil­ur.

„Um­deild­ar afla­hlut­deild­ir, ósjálf­bær nýt­ing fiski­stofna, end­ur­heimt sögu­legs veiðirétt­ar: frum­mæl­end­ur, sem eru sér­fræðing­ar í mál­inu, munu varpa ljósi á þessi mál, hvað er í húfi og hugs­an­leg­ar lausn­ir,“ sagði í kynn­ingu fund­ar­ins. Mættu fyr­ir nefnd­ina meðal ann­ars tals­menn evr­ópska tog­ara- og upp­sjáv­ar­flot­ans sem og emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði fisk­veiða.

Es­ben Sver­drup-Jen­sen, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka danskra upp­sjáv­ar­vinnslu­stöðva (DPPO) og formaður stjórn­ar Sam­bands evr­ópskra fisk­fram­leiðenda (EAPO) sagði á fund­in­um ljóst að „Nor­eg­ur hugs­ar bara um Nor­eg, ekki um sam­starf, ekki um nýt­ing­ar­stjórn­un, og ekki um sam­vinnu“.

Heim­ild til þving­un­araðgerða

Vakti Sver­drup-Jen­sen meðal ann­ars at­hygli á sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Dan­merk­ur, Svíþjóðar, Hol­lands, Þýska­lands, Frakk­lands, Pól­lands og Portúgal frá des­em­ber síðastliðnum. Þar minntu rík­in á samn­ing sem gerður var við Nor­eg árið 2007 um norsk-ís­lensku síld­ina sem fól í sér að Evr­ópu­sam­bandið minnkaði hlut­deild sína úr 8,38% í 6,51% gegn því að Nor­eg­ur heim­ilaði veiði í sinni lög­sögu. Enn hef­ur evr­ópsk­um síld­ar­skip­um ekki verið veitt aðgengi að norsku lög­sög­unni.

Jafn­framt sagði hann Norðmenn hafa meðal ann­ars ein­hliða og óhóf­lega stór­aukið mak­ríl­kvóta til sinna skipa. Vísaði hann til þess að 2021 hefðu Norðmenn aukið þá hlut­deild sem þeir gerðu til­kall til um 55% þrátt fyr­ir að ráðgjöf vís­inda­manna um há­marks­veiði hefði lækkað ráðlagðan heild­arafla um hundrað þúsund tonn.

Kallaði Sver­drup-Jen­sen eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið inn­leiddi nýj­ar reglu­gerðir um ósjálf­bær­ar veiðar sem fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins kynnti í fyrra, en sam­kvæmt reglu­gerðardrög­un­um yrði fram­kvæmda­stjórn­inni heim­ilt að beita ríki viðskiptaþving­un­um sem stunda ósjálf­bær­ar veiðar. Vildi hann einnig að Evr­ópu­sam­bandið hækkaði á ný hlut­deild í norsk-ís­lenskri síld í 8,38% þar sem Norðmenn hefðu ekki staðið við gef­in fyr­ir­heit.

Um­fjöll­un um fisk­veiðideil­ur Nor­egs og ESB má lesa í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »