Strandveiðar til umræðu á þingi

Sérstök umræða var um strandveiða rá Alþingi í dag. Mynd …
Sérstök umræða var um strandveiða rá Alþingi í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Karítas

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, hóf á Alþingi í dag sér­staka umræðu um strand­veiðar og tekj­ur hins op­in­bera af sjáv­ar­út­vegi. spurði hann fjár­málaráðherra Daða Má Kristó­fers­son hvort til stæði að skoða í víðu sam­hengi efna­hags­leg áhrif af áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga. 

Lagði Vil­hjálm­ur áherslu á að hann væri ekki and­víg­ur strand­veiðum held­ur velti því upp hvort væri ábyrgt að auka hlut strand­veiða án þess að rýnt sé í það hvort mark­miðum strand­veiða hafi verið náð. 

Kom fram í máli Daða Más fjár­málaráðherra að meðal­ald­ur strand­veiðisjó­manna væri yfir sex­tugt og miðgildi ald­urs­bils­ins 57 ára. Auk þess sem nefnt var að marg­ir þeirra hefðu rekið út­gerð áður. 

Á móti hafði mat á byggðafestu­áhrif­um af ýms­um verk­fær­um rík­is­ins sýnt að línuíviln­un og strand­veiðar hefði já­kvæðustu áhrif­in. Vakti Daði Már einnig at­hygli á því að þó af­koma strand­veiðibáta væri minni á hvert veitt kíló væri þó já­kvæð af­koma. Íslensk­ar trill­ur væru ekki rík­is­styrkt­ar þó er­lend ríki niður­greiði tog­ara­flota sinn. „Það eig­um við að vera stolt af,“ sagði hann.

Of lítið vitað um áformin

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, sagði ekki er gagn­legt að eiga umræðu um strand­veiðar fyrr en rík­is­stjórn­in sýni á spil­in og upp­lýsi af hverj­um afla­heim­ilda­aukn­ing strand­veiða verða tek­in. 

Einnig þyrfti að greina hvort það væri raun­veru­lega hægt að standa við lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar um 48 strand­veiðidaga nú í sum­ar í ljósi þess að búið væri að út­hluta afla­heim­ild­um fisk­veiðiárs­ins 2024/​2025. Þá hafi ekki verið kort­lögðáhrif­in á tekj­ur sveit­ar­félaga og rík­is­sjóð og áhrif­in á at­vinnu­grein­ina í heild ef það á að auka heim­ild­ir til strand­veiða með því að hafa afla­heim­ild­ir af öðrum út­gerðum. 

Und­ir þessi sjón­ar­mið tók Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sem sagðist bíða spennt­ur eft­ir því að sjá hvernig þetta eigi að fara fram. „Eig­um við bara að horfa til þess að nýta daga? Eig­um við ekki að horfa til þess að nýta fisk­inn þegar hann er verðmæt­ast­ur? Fisk­ur­inn sem dreg­inn er á fyrstu vik­um tíma­bils­ins er ekki boðleg vara til nýt­ing­ar,“ sagði hann.

Kvaðst Þór­ar­inn Ingi alls ekki mót­fall­inn strand­veiðum en hvatti til þess að sýnd yrði var­færni í stór­felld­um breyt­ing­um á fisk­veiðistjórn­un­inni. 

Þing­menn meiri­hlut­ans bentu þó á að meiri­hluti al­menn­ings í land­inu sé á því máli að hlut­ur strand­veiða verði auk­inn og að veiðunum fylgdu marg­vís­leg já­kvæð áhrif. 

Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að tryggja strand­veiðibát­um 48 veiðidaga er jafn­framt svar við ákalli strand­veiðisjó­manna um auk­inn sveigj­an­leika til að bæta ör­yggi þeirra, saðiKristján Þórður Snæ­bjarn­ar­sonþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Sagði hann að með því að tryggja bát­un­um 48 veiðidaga væri búið að draga úr freist­ingu til að róa þegar vont er í sjó­inn.  Það síðasta sem við vilj­um er að menn leggi sig í hættu 

Þjóðhags­lega hag­kvæm­ar veiðar

„Strand­veiðarn­ar hafa sýnt og sannað að þær séu þjóðhags­lega hag­kvæm­ar. Þær séu mik­il­væg­ar í þeim sjáv­ar­byggðum víða á land­inu sér­stak­lega í þeim sjáv­ar­pláss­um sem hafa orðið af afla­heim­ild­um,“ sagði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins. 

Benti hún á að heima­menn sem aðrir fá að róa án þess að greiða út­gerðum háar fjár­hæðir fyr­ir kvóta auk þess sem skap­ist fjöldi af­leiddra starfa í versl­un, á verk­stæðum og í höfn­um. Þá séu strand­veiðar einnig um­hverf­i­s­vænni veiðar en þær sem stundaðar eru með botnd­ræg­um veiðarfær­um. 

Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vakti at­hygli á því að fjöl­marg­ir þeir sem stunda strand­veiðar á svæði A, Vest­fjörðum, búi ekki á svæðinu og því sé ekki hægt að draga þá álykt­un að kerfið hafi skilað nægi­leg­um ár­angri í að tryggja byggðafestu. 

Við end­ur­skoðun á kerf­inu væri því mik­il­væg­ast að tryggja jafn­ræði milli svæða og vísaði hún til þess að mikið af heim­ild­um strand­veiða er u þegar nýtt­arþegar fisk­ur­inn er að ganga á miðin út af Norður- og Aust­ur­landi. 

At­vinnuróg?

Jón Gunn­ars­son þim­gmaður Sjálf­stæðis­flokks tók til máls og vakti at­hygli á því að á þingi árin 2009-2013 hafi náðst sátt um að 5,3% af afla­heim­ild­um yrði ráðstafað í fé­lags­legt kerfi. Þetta átti að skapa sátt og fyr­ir­sjá­an­leika. Þá hafi verið litið fram­hjá ákvæðum laga um hag­kvæma nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar til að ná sátt­um. 

Sagði hann fjöl­marg­ar skýrsl­ur og út­tekt­ir hafa sýnt að strand­veiðar væru ekki hag­kvæm­ar, meðal ann­ars skýrsla sem Daði Már hafi verið höf­und­ur að.

Óhætt er að segja að Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, hafi ekki verið sátt­ur með þau atriði sem Jón og Vil­hjálm­ur nefndu í ræðum sín­um og sakaði hann Sjálf­stæðis­flokk­inn um at­vinnuróg. Hefðu þeir talað niður þá sem stunda strand­veiðar með því að vekja at­hygli á því að þeir sem stundi veiðarn­ar komi marg­ir hverj­ir af höfuðborg­ar­svæðinu. 

„Spurn­ing­in er ekki hvort við séum með eða á móti strand­veiðum, held­ur hvort mark­miðinu með strand­veiðunum hafi verið náð,“ svaraði Vil­hjálm­ur þá. 

Benti hann á að hug­mynd­in hafi verið að skapa leið fyr­ir ungt fólk sem ekki hafi stundað út­gerð til að hefja slíka starf­semi.Það er eitt af mark­miðunum,erum við að ná því mark­miði?Byggðafestu?Þjóðin seg­ist líka vilja fá meira fyr­ir fisk­inn sem hún á, fær hún mest af auðlind­inni í gegn­um strand­veiðar?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,12 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 464,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,33 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 115.051 kg
Ýsa 48.879 kg
Steinbítur 21.170 kg
Þykkvalúra 6.946 kg
Skarkoli 3.022 kg
Grásleppa 1.014 kg
Karfi 925 kg
Langa 297 kg
Hlýri 217 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 197.582 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,12 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 464,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,33 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 115.051 kg
Ýsa 48.879 kg
Steinbítur 21.170 kg
Þykkvalúra 6.946 kg
Skarkoli 3.022 kg
Grásleppa 1.014 kg
Karfi 925 kg
Langa 297 kg
Hlýri 217 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 197.582 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg

Skoða allar landanir »