Aðstaðan um borð batnar umtalsvert

Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að …
Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að búast eru öll tæki af nýjustu og bestu gerð og verður gaman að sjá hvernig DP-kerfið mun auðvelda rannsóknarstörfin. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Guðmund­ur Þ. Sig­urðsson var skip­stjóri á Bjarna Sæ­munds­syni HF 30 og mun stýra hinu nýja skipi, Þór­unni Þórðardótt­ur HF 300. Hann tek­ur und­ir að viss eft­ir­sjá sé í gamla skip­inu en það var samt komið til ára sinna og þörf á end­ur­nýj­un.

Rætt var við Guðmund í blaði sem helgað var hinu nýja haf­rann­sókna­skipi.

Bjarni Sæ­munds­son var smíðaður í Þýskalandi árið 1970 og af­hent­ur Haf­rann­sókna­stofn­un í des­em­ber sama ár. „Skipið var því orðið 54 ára gam­alt og þó að það hafi staðið fyr­ir sínu var tíma­bært að láta smíða nýtt skip, en mun­ur­inn á nýja skip­inu og því gamla er ekki síst að aðstaðan fyr­ir vís­inda­menn­ina um borð batn­ar um­tals­vert,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að gamla rann­sókn­ar­skipið hafi verið með elstu skip­um í ís­lenska flot­an­um.

Líkt og fjöl­miðlar greindu frá var gamla skipið aug­lýst til sölu í des­em­ber síðastliðnum. Ekki leið á löngu þar til til­boð barst frá norsk­um kaup­anda og mun fleyið eiga þar fram­halds­líf.

Guðmund­ur var í áhöfn Bjarna Sæ­munds­son­ar í tveim­ur lot­um, sam­tals í 24 ár, og ber hann gamla skip­inu vel sög­una. „Það hafa alls kon­ar jaxl­ar starfað um borð í þessu skipi, og sum­ir þeirra í marga ára­tugi. Ber þeim öll­um sam­an um að Bjarni Sæ­munds­son hafi verið ein­stak­lega vel heppnað skip.“

Ljós­mynd/​Armon
Eitt af hlutverkum nýja skipsins er að rannsaka og mynda …
Eitt af hlut­verk­um nýja skips­ins er að rann­saka og mynda sjáv­ar­botn­inn.

Blaðamaður náði tali af Guðmundi þegar verið var að und­ir­búa för nýja skips­ins frá skipa­smíðastöð Armon á Spáni og hafði hann þegar fengið að kynn­ast nýja fley­inu ágæt­lega. „Við eig­um eft­ir að sjá hvernig skipið reyn­ist á úfn­um sjó en reynslu­sigl­ing hér út á fló­ann gekk vel. Hæfni skips­ins við krefj­andi aðstæður kem­ur bet­ur í ljós síðar.“

Verður sér­stak­lega gam­an að sjá hve spar­neytið nýja skipið verður en Guðmund­ur bend­ir á að rann­sókn­ar­skip­in séu mikið á ferðinni og til mik­ils að vinna að nota sem minnsta olíu í rann­sókn­ar­leiðöngr­un­um.

Auk betri aðstöðu fyr­ir hvers kyns vís­inda­störf seg­ir Guðmund­ur að vist­ar­ver­urn­ar um borð í nýja skip­inu séu tölu­vert þægi­legri en á því gamla. „Áhöfn­in mun síður þurfa að tví­menna í ká­et­un­um og alla jafna ættu all­ir að vera með sér klefa og sturtu. Einnig er lík­ams­rækt­araðstaða í skip­inu, sem var reynd­ar líka kom­in í Bjarna, og af öðrum þæg­ind­um má nefna sánabað, setu­stofu, nota­leg­an borðsal og svo eru snjallsjón­vörp í öll­um her­bergj­um.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.151 kg
Þorskur 318 kg
Skarkoli 244 kg
Sandkoli 106 kg
Ýsa 19 kg
Samtals 5.838 kg
20.3.25 Sleipnir ÁR 19 Handfæri
Þorskur 2.883 kg
Samtals 2.883 kg
20.3.25 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 1.128 kg
Samtals 1.128 kg
20.3.25 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.120 kg
Þorskur 985 kg
Rauðmagi 73 kg
Skarkoli 23 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 3.206 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.151 kg
Þorskur 318 kg
Skarkoli 244 kg
Sandkoli 106 kg
Ýsa 19 kg
Samtals 5.838 kg
20.3.25 Sleipnir ÁR 19 Handfæri
Þorskur 2.883 kg
Samtals 2.883 kg
20.3.25 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 1.128 kg
Samtals 1.128 kg
20.3.25 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.120 kg
Þorskur 985 kg
Rauðmagi 73 kg
Skarkoli 23 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 3.206 kg

Skoða allar landanir »