Bandaríkin sífellt mikilvægari markaður

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, í básnum á sjávarútvegssýningunni.
Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, í básnum á sjávarútvegssýningunni. mbl.is/Gunnlaugur

„Þetta verður sí­fellt mik­il­væg­ari markaður fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Björn Hembre, for­stjóri An­ar­lax, á meðan hann fram­reiðir lax­a­rétti til smökk­un­ar í kynn­ing­ar­bási fé­lags­ins á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on. Þar er mark­miðið að efla tengsl við kaup­end­ur hér vestra.

Spurður um hugs­an­lega inn­flutn­ing­stolla seg­ir hann ekk­ert annað í stöðunni en að vona að Ísland sleppi við inn­flutn­ing­stolla.

„Þetta skap­ar óvissu. Ein­mitt núna erum við ekki að slátra neitt og verðum við ekki fyr­ir áhrif­um þess beint, en þetta er það sem fólk er að tala um og spyrja sig „hvað ger­ist?“ Ef það verður toll­ur á ís­lenskt sjáv­ar­fang mun það hafa áhrif á sölu­magnið. Það gæti styrkt stöðu Síle því þeir eru ekki nefnd­ir á nafn í tengsl­um við tolla og hafa getu til að auka fram­leiðslu. Við náum mögu­lega að aðlag­ast eitt­hvað því við erum með viðráðan­leg­an flutn­ings­kostnað, en toll­ar hefðu veru­leg áhrif á okk­ur.“

Markaður fyr­ir stór­an fisk

„Fyrst og fremst er þetta markaður fyr­ir stór­an fisk, yfir sex kíló – við reyn­um að koma inn á markaðinn minni fisk­um, en aðallega er þetta markaður fyr­ir stóra fiska. Þess­ir markaðir fyr­ir stór­an fisk eru auk Banda­ríkj­anna, Asía og Suður-Evr­ópa. Banda­rík­in hef­ur tekið af­ger­andi meiri­hluta af stóra fisk­in­um okk­ar,“ út­skýr­ir hann.

Björn seg­ir sveifl­ur geta þó verið í eft­ir­spurn á Banda­ríkja­markaði þá mánuði sem kem­ur tölu­vert af kanadísk­um eld­islaxi á markaðinn, en þá fell­ur verð.

„Við reyn­um að selja alltaf til þeirra sem borga best á sama tíma sem við leggj­um áherslu á að upp­fylla kröf­ur sölu­samn­inga sem hafa verið gerðir til lengri tíma.“

Fjöldi íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi leitast við að efla …
Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi leit­ast við að efla stöðu sína á Banda­ríkja­markaði með viðveru á Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Fá gott verð

Eld­islax­inn frá Íslandi hef­ur ákveðið for­skot sem bygg­ir á því að flutn­inga­leiðin um hafið til Banda­ríkj­anna er til­tölu­lega stutt, en hún er tak­mörk­un­um háð að sögn Björns sem bend­ir á að það sé aðeins ein sigl­ing í viku.

„Við byrj­um að slátra á sunnu­dög­um og þurf­um að ljúka um miðjan dag á þriðju­dag, þannig að við fáum tvo og hálf­an dag í slátrun áður en koma þarf fisk­in­um í skip. Stór fisk­ur sem er slátraður á miðviku­dag og fimmtu­dag er seld­ur til Asíu og Suður-Evr­ópu. Svo get­um við sent fisk með flugi ef þörf er á.“

Þrátt fyr­ir að unnið sé stöðugt að því að tryggja viðskipta­samn­inga til lengri tíma seg­ir Björn mik­il­vægt að setja ekki egg­in í eina körfu og út­skýr­ir að Arn­ar­lax sel­ur til fleiri kaup­enda í Banda­ríkj­un­um.

„Við höf­um lagt áherslu á að vera í viðskipt­um við þá sem vilja leggja áherslu á ís­lensk­an upp­runa lax­ins. Sum­ir hafa líka nýtt sér [sjálf­bærni­vott­un­ina] ASC sem ger­ir þeim kleift að selja vör­ur sín­ar sem sjálf­bær­ar. Svo erum við með viðskipta­vini sem vilja ekki kaupa ann­an lax en frá Arn­ar­laxi. Þetta styður allt við að við fáum aðeins auka fyr­ir fisk­inn okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »