Forstjóri eftirlits sakaður um spillingu

Fiskistofustjóri Líberíu, Emma Glassco, hefur verið vikið úr starfi og …
Fiskistofustjóri Líberíu, Emma Glassco, hefur verið vikið úr starfi og sætir hún nú rannsókn vegna meintrar spillingar. Ljósmynd/Liberian National Fisheries and Aquaculture Authority

Joseph Bokai, for­seti Líb­eríu, hef­ur vikið Emmu Glassco, for­stjóra eft­ir­lits­stofn­un­ar með sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi (Nati­onal Fis­heries and Aquacult­ure Aut­ho­rity), úr starfi og skipað fyr­ir að rann­sókn verði gerð á störf­um henn­ar eft­ir að fram hafa komið ásak­an­ir um spill­ingu.

Ísland hef­ur átt í sam­starfi við stjórn­völd í Líb­eríu um sjálf­bæra nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda um ára­bil.

Það var stjórn stofn­un­ar­inn­ar sem hvatti for­seta Líb­eríu til að víkja for­stjór­an­um úr starfi, að því er seg­ir í um­fjöll­un Sea­food­Source. Þá eru starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar sagðir hafa um ára­bil hvatt til þess að störf Glassco verði rann­sökuð og hafa full­yrt að hún hafi með ólög­mæt­um hætti sagt fólki upp og ekki greitt þeim laun í sam­ræmi við samn­inga og reglu­gerðir.

Í yf­ir­lýs­ingu frá skrif­stofu for­set­ans seg­ir að Glassco hafi verið vikið úr starfi vegna „stjórn­un­ar­legra og fjár­hags­legra van­kanta og móðgandi hegðunar“.

Þar kem­ur jafn­framt fram að for­set­inn hafi hvatt Glassco til að vinna með rann­sak­end­um.

Þró­un­ar­verk­efni frá 2019

Árið 2019 und­ir­rituðu full­trú­ar Íslands og Líb­eríu sam­starfs­samn­ing um þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni sem styðja sér­stak­lega við fjór­tánda heims­mark­mið Sam­einuðu Þjóðanna er snýr að sjálf­bæri nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda og vernd­un hafs­ins. Sagði í til­kynn­ingu ís­lenskra stjórn­valda vegna máls­ins að Líb­ería hefði „um­tals­verða mögu­leika á að byggja upp at­vinnu­líf og störf tengd fisk­veiðum, enda góð fiski­mið und­an strönd­um þeirra.“

Þró­un­ar­verk­efn­in voru und­ir­bú­in í sam­starfi við Alþjóðabank­ann og stjórn­völd í Líb­eríu.

Mark­miðið með verk­efn­inu var sagt vera að taka á áskor­un­um sem tengj­ast fisk­veiðum og virðiskeðju fiskaf­urða á heild­ræn­an hátt. „Auk­in skil­virkni og sjálf­bær fisk­veiðistjórn­un [er] mik­il­væg í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt sam­fé­laga og örva hag­vöxt á grund­velli jafnaðar og sjálf­bærr­ar auðlinda­nýt­ing­ar, líkt og drög að stefnu um þró­un­ar­sam­vinnu Íslands 2019-2023 legg­ur áherslu á,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Útl­istuð verk­efni voru bætt vinnsluaðstaða, þar með tald­ir um­hverf­i­s­væn­ir reyk- og þurrkofn­ar fyr­ir fisk­vinnslu til að bæta gæði, draga úr heilsu­spill­andi áhrif­um reyks á kon­ur, minnka brennslu eldiviðar og auka nýt­ingu og virði fiskaf­urða.

Vinna ætti að því að efla innviði í fiski­sam­fé­lög­um, sér­stak­lega aðgengi að hreinu vatni og sal­ern­is- og hrein­lætisaðstöðu, sem bæði bæt­ir heilsu­far og stuðlar að betri meðferð afla.

Jafn­framt var lagt upp með þjálf­un og upp­bygg­ingu getu ráðuneyta og stofn­ana fyr­ir skil­virka og sjálf­bæra fisk­veiðistjórn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »