Fundaði með hagsmunaðilum í Ameríku

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynnti sér það sem er að …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynnti sér það sem er að gerast í sjávarútvegi á sýningunni í Boston. Ljósmynd/Óli Örn

Hann Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra mætti á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Bost­on í Banda­ríkj­un­um, Sea­food Expo North America 2025, sem hófst í gær. Hún sagðist meðal ann­ars nýta ferðina til að funda með kaup­end­um ís­lenskra sjáv­ar­f­urða sem hún sagði góða sam­herja í vinnu við að koma í veg fyr­ir að Íslandi verði beitt inn­flutn­ing­stoll­um.

„Það er stór­kost­legt að sjá kraft­inn í þess­um fyr­ir­tækj­um hvort sem það eru gró­in fyr­ir­tæki eins og út­gerðirn­ar okk­ar eða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki og jafn­vel teymi frá Há­skól­an­um í Reykja­vík sem var að kynna hug­mynd­ir sín­ar. Það er mik­il gróska í þessu,“ seg­ir Hanna Katrín í sam­tali við blaðamann á meðan hún geng­ur um og skoðar sýn­ing­ar­bása í sýn­ing­ar­höll­inni.

Mikill fjöldi fólks sækir sjávarútvegssýninguna í Boston.
Mik­ill fjöldi fólks sæk­ir sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Bost­on. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja eru að sýna vör­ur sín­ar og þjón­ustu þar, en sýn­ing­in stend­ur fram á þriðju­dag.

„Því er ekki að neita að það hvíl­ir ákveðinn þungi yfir öllu vegna þess­ara umræðna um yf­ir­vof­andi tolla­stríðs. Spurt er hvort þetta lendi á okk­ur, hvernig á að bregðast við og get­um við gert eitt­hvað? En hlut­irn­ir ger­ast svo hratt. Fólk er að reyna að átta sig en það er áþreif­an­leg­ur óró­leiki,“ seg­ir Hanna Katrín.

„Ég átti fund í morg­un með banda­rísk­um hags­munaaðilum í sjáv­ar­út­vegi þar sem við fund­um mjög sterkt hvað þeir hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála. Það sem var hins veg­ar já­kvætt var að þeir full­vissuðu okk­ur um það að viðskipta­vin­ir ís­lenskra út­flutn­ings­fyr­ir­tækja sjáv­ar­af­urða vilja ekki þessa tolla eða þetta stríð. Þeir vilja kaupa sín­ar gæðavör­ur frá Íslandi áfram.“

Áber­andi í umræðunni

Óhætt er að segja að viðskipta­horf­urn­ar í tengsl­um við mögu­lega inn­flutn­ing­stolla er helsta umræðuefni gesta og sýn­enda í Bost­on. Þar er að finna meðal ann­ars fram­leiðend­ur sjáv­ar­af­urða, tækja og búnaðar frá öll­um heim­in­um. Tolla­stríð hef­ur ekki aðeins áhrif á sölu til Banda­ríkj­anna en geta raskað flókn­um aðfanga- og birgðakeðjum.

Aðalræðumaður á málþingi sem haldið var í há­deg­inu var Nomi Prins, doktor í hag­fræði, og ræddi hún meðal ann­ars hvernig óviss­an sem skap­ast vegna þessa tolla­mála hafi áhrif á allt hag­kerfið meðal ann­ars vegna þess að stjórn­end­ur fyr­ir­tækja halda að sér hönd­um í tengsl­um við fjár­fest­ing­ar og bank­ar geta orðið síður vilj­ug­ir til að lána. Hins veg­ar benti hún á að toll­ar sem til­kynnt­ir voru 2018 reynd­ust tölu­vert væg­ari en upp­haf­lega var greint frá og það gæti einnig orðið raun­in nú.

Nomi Prins ávarpi fjölda gesta a sjávarútvegssýningunni í Boston.
Nomi Prins ávarpi fjölda gesta a sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Hanna Katrín seg­ist ekki funda með banda­rísk­um stjórn­völd­um um tolla­málið að sinni enda ekki komið til þess að til­kynnt hafi verið um tolla á ís­lensk­ar vör­ur, en sagði stefnu ís­lenskra yf­ir­valda hefði ekki breyst

„Mark­mið okk­ar er að Banda­rík­in verði áfram okk­ar bandamaður í stjórn­mál­um og í viðskipt­um eins og verið hef­ur. Við verðum að halda aug­un á lang­tíma­hags­mun­um Íslands og erum að fylgj­ast gríðarlega vel með. Við í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu erum í mjög góðu sam­starfi við ut­an­rík­is­ráðuneytið vegna þessa, meðal ann­ars í tengsl­um við sjáv­ar­af­urðir. Það er lítið annað að gera núna en að fylgj­ast með og minna á okk­ur, minna á að við séum banda­menn og að við séum með vör­ur sem eru mjög eft­ir­sótt­ar í Banda­ríkj­un­um og það eru hags­mun­ir allra að það verði ekki lagðir toll­ar á þess­ar afurðir okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »