Ameríkuskipin bera 50% meira vestur

Hjörvar Guðmundsson forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip segir afköst siglinga félagsins …
Hjörvar Guðmundsson forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip segir afköst siglinga félagsins til Norður-Ameríku hafa aukist um 50%. mbl.is/Gunnlaugur

Sí­fellt aukið mik­il­vægi Norður-Am­er­íku sem áfangastað fyr­ir sjáv­ar­af­urðir Íslend­inga hef­ur meðal ann­ars verið ástlæða þess að Eim­skip hef­ur eflt sigl­ing­ar sín­ar þangað til muna.

„Við höf­um verið að fjár­festa í grænu leiðinni (Am­er­ík­u­sigl­ing­unni) okk­ar til að aðlaga hana bet­ur að ferska fisk­in­um. Við fór­um í mikl­ar breyt­ing­ar fyr­ir tveim­ur árum síðan með því að slíta strand­sigl­ing­unni frá þess­ari leið og auka af­kasta­getu okk­ar á grænu­leiðinni, auk þess sem við nýt­um stærri skip en áður. Á síðasta ári er af­kasta­geta skipa okk­ar 50% meiri en fyr­ir fimm árum,“ seg­ir Hjörv­ar Guðmunds­son for­stöðumaður út­flutn­ings hjá Eim­skip.

Fé­lagið er með stæðileg­an bás á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on sem hófst síðastliðinn sunnu­dag og lýk­ur í dag.

„Þetta er mjög mik­il­væg­ur markaður fyr­ir okk­ar viðskipta­vini, Banda­ríkja­markaður er gríðarlega stór og jafn­vel Nýja-Eng­lands­svæðið sem við erum á núna er um fimmtán millj­ón­ir manns. Þetta er mjög mik­il­vægt svæði bæði fyr­ir fros­in fisk og fersk­an, þannig að við erum hér bæði að fylgja eft­ir okk­ar viðskipta­vin­um og styðja þá í markaðsetn­ingu og sölu til Banda­ríkj­anna og Kan­ada,“ seg­ir Hjörv­ar.

Stærri skip skila aukn­um áreiðan­leika

Veðurfarið á Norður-Atlants­hafi get­ur verið allskon­ar og því er ávallt ákveðin hætta á að flutn­ing­ar sjó­leiðina sem og loft­leiðina verði fyr­ir trufl­un­um.

Er hægt að tryggja af­hend­ingarör­yggi við slík­ar aðstæður?

„Það fylg­ir því að vera á Íslandi að það er oft skíta­veður,“ svar­ar Hjörv­ar og hlær.

Hann bend­ir þó á að með því að stækka um­svif sín og þar með stækka skip­um eykst áreiðan­leik­inn. „Við sjá­um eins og með því að taka inn Bakka­foss í stað Sel­foss hef­ur áreiðan­leik­inn auk­ist og hraðinn sem skipið nær að halda í gegn­um bræl­urn­ar áreiðan­legri en hjá minni skip­um. Þetta vinn­ur allt sam­an – með auknu magni næst betri ár­ang­ur.“

Bakkafoss lestar gáma á athafnasvæði Eimskips í vikunni.
Bakka­foss lest­ar gáma á at­hafna­svæði Eim­skips í vik­unni. Ljós­mynd/​Eim­skip

Flutn­ings­leiðin mik­il­væg­ur liður í sókn­inni

Hjörv­ar seg­ir flutn­ing á fiski frá Íslandi til Am­er­íku hafi auk­ist und­an­farið sér­stak­lega fersk­ur lax, en geymsluþol lax­ins ásamt því að Ísland sé ekki mjög langt frá Am­er­íku ger­ir það að verk­um að flutn­ing­ur sjó­leiðina með fersk­an lax henti vel.

„Þetta er ákveðið sam­keppn­is­for­skot fyr­ir Íslend­inga að hafa þessa sigl­inga­leið inn á Banda­rík­in. Þetta er ódýr­ari flutn­ing­ur held­ur en flug þannig að það eyk­ur sam­keppn­is­hæfni í verði. Það er einnig tölu­vert minna kol­efn­is­spor við flutn­inga um sigl­inga­leiðina en í flugi, sem ég held að kaup­end­ur á ís­lensk­um laxi séu meira og meira að horfa til. Svo er líka miklu meiri af­kasta­geta inn á markaðinn sjó­leiðina.“

Hann tel­ur öfl­uga flutn­ings­leið til Norður-Am­er­íku mik­il­væg­an lið í sókn Íslend­inga inn á Am­er­íku­markað – fyr­ir lax­inn en ekki síður aðrar teg­und­ir sem geta nýtt sér þetta for­skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »