Koma helmingi meira í hvern gám

Bragi Smith sölustjóri iTub og Hilmir Svavarsson framkvæmdastjóri þess. Bundnar …
Bragi Smith sölustjóri iTub og Hilmir Svavarsson framkvæmdastjóri þess. Bundnar eru vonir við að keraleiguformið í flutningi á ferskum laxi til Bandaríkjanna slái í gegn. mbl.is/Gunnlaugur

Sæplast stefn­ir á stór­fellda sókn inn á Banda­ríkja­markað í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt iTub sem rek­ur ker­a­leigu. Tek­ist hef­ur að sýna fram á að með ker­um þeirra sé hægt að flytja um helm­ing meira af fersk­um laxi í hverj­um gámi og minnka kol­efn­is­spor til muna vegna end­ur­nýt­ing­ar flutn­ings­um­búðanna.

Blaðamaður hitt­ir Hilmi Svavars­son fram­kvæmda­stjóra iTub og Braga Smith sölu­stjóra fé­lags­ins á stór­um bás fé­lags­ins á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on síðastliðinn þriðju­dag. Það er létt yfir þeim enda hef­ur verið tölu­verð um­ferð um bás­inn á sýn­ing­unni.

„Við erum að vinna með aðilum á Íslandi og í Fær­eyj­um um flutn­ing á laxi í marg­nota umbúðum í formi kera sem fram­leidd eru hjá Sæplasti. Fisk­ur­inn fer þá bara í gáma í ker­um og er af­hent­ur hér á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og svo tek­ur Sæplast aft­ur við ker­inu og send­ir til baka og þetta er þá orðin hringrás,“ út­skýr­ir Hilm­ar.

Búið er að sýna fram á fýsi­leika þess­ar­ar aðferðarfræði í Evr­ópu en nú er mark­miðið sett á að koma þess­ari flutn­ingsaðferð inn á markaðinn í Banda­ríkj­un­um. „Það er til­gang­ur­inn með þess­ari ferð,“ seg­ir Hilm­ir.

Pökkun á ferskum laxi í kerin gengur mun hraðar en …
Pökk­un á fersk­um laxi í ker­in geng­ur mun hraðar en í frauðplast­kass­ana. Ljós­mynd/​iTub

Langt ferli að baki

Á síðasta ári hóf iTub að bjóða í leigu nýja teg­und kerja til að flytja fersk­an fisk í skipa­flutn­ing­um. Það var hins veg­ar afrakst­ur mik­ill­ar vinnu að sögn Braga. „Við tók­um okk­ur heilt ár þar sem við vor­um að rann­saka hvort hægt væri að flytja lax í marg­notaum­búðum, en það hef­ur hingað til bara verið að nota einnota umbúðir,“ seg­ir hann og vís­ar til hefðbund­inna frauðplast­kassa sem ef til vill flest­ir les­end­ur kann­ast við.

„Þetta byrjaði á því að finna fram­leiðanda, Arctic Fish á Íslandi, og kaup­anda, Adri & Zoon í Hollandi. Næst hófst viðamikið ferli þar sem grannt var skoðað hvort gæðin á lax­in­um héld­ust nægi­lega góð í ker­um í sam­an­b­urði við flutn­inga í frauðplast­köss­um. Svo kom bara í ljós að þetta séu bara ná­kvæm­lega sömu gæði hvor leiðin sem er far­in.“

Nýju kerin hafa sýnt að þau skila gríðarlegri hagræðingu í …
Nýju ker­in hafa sýnt að þau skila gríðarlegri hagræðingu í flutn­ingi á fers­um laxi. Mynd/​iTub

Gæðin voru hins veg­ar ekki það eina sem var mælt og gátu starfs­menn iTub og sam­starfsaðila þeirra sýnt fram á 80% minna kol­efn­is­spor við flutn­ing á fiski í keri en í frauðplast­köss­un­um. Það má meðal ann­ars rekja til þess að lítið hlut­fall af frauðplasti fæst end­urunnið og reyn­ist end­ur­nýt­ing ekki fýsi­leg­ur kost­ur í mat­vælaiðnaði þar sem erfitt er að hreinsa frauðplastið. Það þarf því að farga því, oft­ast er það ein­fald­lega brennt á sorpstöðvum í Evr­ópu.

„Ofan á það fæst um 20 til 25% sparnaður að flytja fisk­inn á þenn­an veg. Núna erum við að sjá kaup­end­ur í Evr­ópu sem vilja bara fá fisk af­hent­an með þess­um hætti jafn­vel frá öðrum lönd­um því þeir þurfa að skila kol­efn­is­bók­haldi sín meg­in,“ seg­ir Bragi.

50% meira í hverj­um gámi

„Það er bæði sparnaður í umbúðunum sjálf­um. Við höf­um sýnt fram á að það er ódýr­ari að nota þess­ar stærri ein­ing­ar en einnota. Svo erum við líka að koma meiri fiski í gám­ana með þess­um hætti en í hefðbundn­um frauðplast­köss­um. Um­hverf­isþátt­ur­inn skipt­ir miklu máli en þessi mikli fjár­hags­legi hvati styður við þróun í átt að um­hverf­i­s­vænni flutn­ing­um á sjáv­ar­fangi,“ bæt­ir Hilm­ir við.

Bragi út­skýr­ir að unnið hafi verið í sam­starfi við Eim­skip um flutn­ing á fiski til Banda­ríkj­anna í fjöru­tíu feta gám­um.

„Það er hægt að flytja í þeim um þrett­án tonn í frauðplast­köss­um en tutt­ugu tonn í ker­un­um. Þannig að það kemst því um 50% meira í gám­inn. Ef litið er til þess hvað kost­ar að senda hvern gám er aug­ljóst að þessu fylg­ir sparnaður.“

Mætti nú halda að það væri búið að sýna fram á alla fjár­hags­legu kosti þess að nýta end­ur­nýt­an­leg ker til flutn­inga, en Hilm­ir seg­ir sparnaðarlist­ann ekki tæmd­an.

„Menn geta pakkað hraðar í gegn­um pökk­un­ar­lín­urn­ar í ker­in held­ur en í einnota. Við erum búin að hitta á lausn sem við von­um að nái flugi. Það er virki­lega gam­an að sjá að við get­um boðið bæði eitt­hvað sem er um­hverf­i­s­vænna og hag­kvæm­ara.“

Leig­ur­formið reynst vel

„Grein­in hef­ur verið þannig að fram­leiðandi send­ir frá sér afurðina í umbúðum sem hann send­ir frá sér og verður á ábyrgð viðtak­enda að farga með til­heyr­andi kostnaði og um­hverf­is­sóun,“ út­skýr­ir Hilm­ir.

Hann seg­ir hins veg­ar að með leigu­fyr­ir­komu­lag­inu sé tryggt að umbúðirn­ar, í þessu til­felli ker­in, séu á ábyrgð iTub. Þannig sér einn aðili um að tryggja að umbúðirn­ar skili sér aft­ur, ann­ast þvott og sótt­hreins­un og að ker­in séu í lagi og upp­fylli alla flutn­ings- og gæðastaðla.

Leiguker frá iTub má finna í fjölmörgum íslenskum höfnum.
Leigu­ker frá iTub má finna í fjöl­mörg­um ís­lensk­um höfn­um. Ljós­mynd/​iTub

„Áður hafa fyr­ir­tæki leit­ast eft­ir því að kaupa þessi ker en eft­ir að öll viðskipti urðu flókn­ari – með dýpk­un markaðar­ins – hafa nán­ast öll hvít­fisk­fé­lög á Íslandi tekið í notk­un leigu­ker. Núna þegar við erum að færa okk­ur yfir í lax­inn þá bend­um við á að það sé betra að við sjá­um um þessa hluti, alla um­sýsl­una, í gegn­um leigu­formið.“

Hilm­ir virðukenn­ir að ekki sé sjálf­gefið að þessi aðferð slái í gegn á einni nóttu. „Við erum að reyna að breyta starfs­hátt­um sem hafa ríkt mjög lengi og það er ekk­ert ein­falt. Þetta á eft­ir að ger­ast í ein­hverj­um skref­um og erum al­veg raun­sæ­ir hvað það varðar. Það eru ein­hverj­ir sem byrja í þessu með okk­ur en svo sjá fleiri hagræðið í þessu og þá von­ana­di bæt­ast fleiri við.“

Upp­fært 21. mars: Áður sagði að ekki væri hægt að end­ur­vinna frauðplast. Það er ekki rétt. Hins veg­ar er rétt að end­ur­vinnsla frauðplast hef­ur verið tak­mörkuð meðal ann­ars vegna kostnaðar og end­ur­nýt­ing í mat­vælaiðnaði ekki gengið þar sem erfitt er að sótt­greinsa notaða kassa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,28 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 114.755 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 114.809 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,28 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 114.755 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 114.809 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »