Laxinn þolir illa hávaða

Frode Oppedal hjá norsku hafrannsóknastofnuninni gengur úr skugga um að …
Frode Oppedal hjá norsku hafrannsóknastofnuninni gengur úr skugga um að hljóðmengunin spilist í tilraunakeri fullu af eldislaxi. Ljósmynd/Christine Fagerbakke

Hávaði get­ur valdið því að eld­islax þrói með sér krón­íska streitu með til­heyr­andi áhrif­um á heil­a­starf­semi fisks­ins, en lax­inn þolir vel það hljóð sem fylg­ir rekstri sjókvía­eld­is, að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram kem­ur að þetta sé niðurstaða rann­sókn­ar vís­inda­manna við norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ina (Hav­forskn­ings­instituttet), norska land­búnaðar­há­skól­ans NMBU og Deak­in-há­skóla í Ástr­al­íu á áhrif hljóðs á heil­brigði eld­is­fiska.

„Lax sem var út­sett­ur fyr­ir há­væru streitu­vald­andi hljóði fimm mín­út­ur á dag í 30 daga brást við með flóttaviðbrögðum og auk­inni fram­leiðslu streitu­horm­óns­ins kort­isóls,“ seg­ir vís­indamaður­inn Frode Opp­e­dal í færslu á vef norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að hljóðmeng­un­in sem beitt var á lax­inn á til­rauna­stöð sam­svari því sem lax í sjókví­um get­ur orðið fyr­ir þegar há­vær vinna fer fram í um­hverfi hans, eins og hljóð frá lúg­um sem skella og jafn­vel spreng­ing­ar.

Kallað eft­ir aðgerðum

Opp­e­dal út­skýr­ir að lax­inn virðist með tíma venj­ast hávaðanum og ekki sýna jafn mik­il viðbrögð við hljóðmeng­un­inni, en um­merki voru um krón­íska streitu í heila. Jafn­framt virðist hávaðinn hafa hamlað svo­kallaðri gena­tján­ingu sem hef­ur áhrif á vöxt og æxl­un fisk­anna. Hann seg­ir þekk­ingu á áhrif­um sem lax verður fyr­ir af völd­um hljóðs enn tak­markaða og tel­ur nauðsyn­legt að sam­spil hljóðvist­ar og heil­brigðis laxa verði rann­sakað nán­ar.

Norska haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur ný­verið kynnt skýrslu þar sem lagt er til að gripið verði til aðgerða til að draga úr hljóðmeng­un í og við sjókvía­eldi til að tryggja vel­ferð eld­is­fiska.

Ekki er vitað til þess að sér­stök­um aðgerðum hafi verið beitt hér á landi til að bæta hljóðvist í sjókví­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,16 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 528,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 295,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,17 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 249,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.084 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 4.162 kg
24.3.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.641 kg
Þorskur 122 kg
Rauðmagi 32 kg
Samtals 1.795 kg
24.3.25 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 482 kg
Þorskur 106 kg
Rauðmagi 21 kg
Samtals 609 kg
24.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.163 kg
Ýsa 2.431 kg
Steinbítur 1.236 kg
Hlýri 12 kg
Keila 8 kg
Samtals 6.850 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,19 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 529,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 298,45 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,17 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 249,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.084 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 4.162 kg
24.3.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.641 kg
Þorskur 122 kg
Rauðmagi 32 kg
Samtals 1.795 kg
24.3.25 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 482 kg
Þorskur 106 kg
Rauðmagi 21 kg
Samtals 609 kg
24.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.163 kg
Ýsa 2.431 kg
Steinbítur 1.236 kg
Hlýri 12 kg
Keila 8 kg
Samtals 6.850 kg

Skoða allar landanir »