Rannsaka gat á kví með 117 þúsund löxum

Tilkynnt var um gat á sjókví í Patreksfirði 20. mars.
Tilkynnt var um gat á sjókví í Patreksfirði 20. mars. mbl.is/Ágúst Ingi

Arn­ar­lax til­kynnti Mat­væla­stofn­un 20. Mars síðastliðinn um gat á nótar­poka í einni sjókví fé­lags­ins við Vat­neyri í Pat­reks­firði þar sem voru um 117 þúsund lax­ar. Rann­sak­ar nú Mat­væla­stofn­un hvort lax­ar hafa strokið úr kví Arn­ar­lax í Pat­reks­firði og hvort fé­lagið hafi virkjað og farið eft­ir eig­in verklags­regl­um og viðbragðsáætl­un­um. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Mat­væla­stofn­un­ar. 

Þar seg­ir að gatið upp­götvaðist við reglu­bundið neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit og var viðgerð lokið sam­dæg­urs. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Arn­ar­laxi var gatið 50 sinn­um 25 sentí­metr­ar á um 20 metra dýpi. Í kvínni voru 117.133 lax­ar og meðalþyngd þeirra um þrjú kíló.

Kafað í all­ar kví­ar

Greint er frá því að neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit var síðast fram­kvæmt 23. fe­brú­ar og var nótar­poki þá heill.

„Mat­væla­stofn­un fyr­ir­skipaði að kafað yrði í all­ar eldisk­ví­ar á eld­is­svæðinu til að ganga úr skugga um að sam­bæri­leg göt væru ekki til staðar á öðrum eldisk­ví­um. Auk þess fyr­ir­skipaði stofn­un­in að kafað yrði und­ir þessa til­teknu eldisk­ví í leit að mögu­leg­um stroklax. Lögð voru út net í grennd við eldisk­ví í sam­ráði við Fiski­stofu til að fanga mögu­leg­an stroklax. Eng­inn lax veidd­ist í net eða sáust við köf­un und­ir kví,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þegar rann­sókn lýk­ur á at­b­urðinum verður gef­in út eft­ir­lits­skýrsla um rann­sókn­ina og hún birt á mæla­borði fisk­eld­is á heimasíðu Mat­væla­stofn­un­ar.

Í ág­úst 2023 sluppu um 3.500 lax­ar úr sjókví Arctic Fish í Pat­reks­firði. Í byrj­un árs felldi lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum niður rann­sókn á því máli í annað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »