Vilja hertari reglur um mengunarvarnir

Hertari reglur taka gildi árið 2027 verði tillagan samþykkt.
Hertari reglur taka gildi árið 2027 verði tillagan samþykkt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til­laga verður lögð fyr­ir fund Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) í næsta mánuði um stofn­un meng­un­ar­varn­ar­svæðis fyr­ir skip í lög­sögu Íslands auk sjö annarra ríkja.

Verði til­lag­an samþykkt munu hert­ari regl­ur um meng­un­ar­varn­ir taka gildi á svæðinu árið 2027. 

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu.

Svæði með hert­ari regl­um finn­ast víða

Kem­ur þar fram að á veg­um IMO sé hægt að skil­greina hafsvæði þar sem strang­ari regl­ur gilda um meng­un­ar­varn­ir en al­mennt ger­ist í alþjóðasigl­ing­um og að slík svæði (Em­issi­on Control Areas, ECA) nái nú m.a. yfir Norður­sjó, Eystra­salt, Miðjarðahaf sem og lög­sög­ur Nor­egs, Kan­ada og Banda­ríkj­anna.

Svæðin þurfi að fá samþykki inn­an IMO þar sem ríki hafa ekki al­mennt vald til þess að setja meng­un­ar­varn­a­regl­ur í lög­sög­um utan eig­in land­helgi eða á alþjóðleg­um sigl­inga­leiðum.

Meng­un­ar­varna­svæðið (At­lECA) myndi ná til lög­sögu Græn­lands, Fær­eyja, Bret­lands, Írlands, Frakk­lands, Spán­ar og Portú­gals, auk Íslands.

Hér má sjá mengunarvarnasvæðið sem lagt er til að verði …
Hér má sjá meng­un­ar­varna­svæðið sem lagt er til að verði stofnað. Fjólu­bláu og grænu svæðin sýna svæði þar sem hert­ari meng­un­ar­varn­ir gilda. Kort/​Stjórn­aráðið

Ná ein­göngu til nýrra stærri skipa

Verði til­lag­an samþykkt munu hert­ar regl­ur um meng­un­ar­varn­ir taka gildi á svæðinu árið 2027.

Regl­urn­ar munu þó ekki ná til skipa sem þegar eru í rekstri, held­ur ein­göngu til nýrra stærri skipa sem kom inn í flot­ann á ár­inu 2027 eða síðar. 

„Mjög hef­ur dregið úr notk­un svartol­íu í ís­lensk­um skip­um á und­an­förn­um árum og þar með líka loft­meng­un af völd­um sóts og brenni­steins­sam­banda. Hert­ar kröf­ur um meng­un af völd­um köfn­un­ar­efn­is­sam­banda kalla á notk­un hvarfa­kúta eða annarra ráðstaf­ana í nýj­um skip­um sem koma inn 2027 og síðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »