Vilja undanþágur frá reglugerð ráðherra

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda funduðu með atvinnuvegaráðherra um strandveiðar.
Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda funduðu með atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur farið fram á við Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra að til­lög­ur um hert skil­yrði um eign­ar­hald strand­veiðibáta gildi ekki um báta sem eru í sam­eig­in­legri eigu for­eldra, barna, tengda­barna og barna­barna.

Grein er frá því í færslu á vef sam­bands­ins að full­trú­ar þess funduðu með ráðherra síðastliðinn föstu­dag í til­efni af drög­um að reglu­gerð um strand­veiðar sem birt var í sam­ráðsgátt á dög­un­um.

„Færð voru rök fyr­ir kröfu LS um að eig­andi lögaðila sem er lög­skráður á fiski­skip á stand­veiðitíma­bil­inu skuli eiga jafn­an hlut á við aðra eig­end­ur í lögaðilan­um, í stað til­lögu ráðuneyt­is­ins um meiri­hluta,“ seg­ir í færslu LS

„Jafn­framt var lögð áhersla á að til­lög­ur um breytt eign­ar­hald lögaðila myndi ekki gilda um báta í sam­eig­in­legri eigu for­eldra, barna, tengda­barna og barna­barna. Ekki síst þar sem krafa um hert­ar regl­ur tengd­ar eign­ar­haldi væru þeim hóp óviðkom­andi.“

Skil­yrðis­laus viðbót við strand­veiðar

Leitaði LS svara ráðherr­ans í tengsl­um við þau skil­yrði sem sett eru í reglu­gerðardrög­un­um um að um­sókn um strand­veiðileyfi þurfi að hafa borist 15. apríl og legg­ur LS til að til­taka ætti hvenær viðkom­andi ætli að hefja veiðar, auk þess hver eða hverj­ir munu róa viðkom­andi bát í sum­ar.

Þá ít­rekuðu full­trú­ar LS þörf á laga­breyt­ingu til að 4.000 tonna mak­rílpott­ur til smá­báta yrði boðinn upp fyr­ir þorsk á skipti­markaði Fiski­stofu.

Einnig ít­rekaði LS áður fram­komna ábend­ingu um að „und­an­far­in sjö fisk­veiðiár hefði mis­mun­ur á út­gefn­um heim­ild­um í þorski og afla verið 49 þúsund tonn að meðaltali sjöþúsund tonn á ári. Af þeim sök­um ætti skil­yrðis­laust að bæta heim­ild­um við strand­veiðar og línuíviln­um til að há­marka ár­leg­ar út­gefn­ar heim­ild­ir í þorski með veiðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »