Arctic Fish setti út á breytt leyfi ÍS47

ÍS 47 ehf. hefur rekið eldi í Önundarfirði um árabil. …
ÍS 47 ehf. hefur rekið eldi í Önundarfirði um árabil. Félagið hefur fengið að breyta leyfinu úr þúsund tonnum af þorski í þúsund tonn af frjóum laxi.

Mat­væla­stofn­un hef­ur tekið ákvörðun um út­gáfu á breyttu leyfi Ís 47 ehf. til sjókvía­eld­is í Önund­arf­irði sem fel­ur í sér heim­ild til eld­is á þúsund tonn­um af frjó­um laxi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Arctic Fish lagðist gegn breyt­ing­unni og sagði hana hvorki í sam­ræmi við lög eða vilja lög­gjaf­ans, auk þess sem það stang­ist á við strandsvæðiskipu­lag Vest­fjarða.

Áður hafði ÍS 47 ehf. haft leyfi til eld­is á þúsund tonn­um af þorski og regn­bogasil­ungi í Önund­arf­irði en sótt­ist var eft­ir því að breyta teg­und­inni sem leyfið nær til. Einnig var óskað eft­ir því að færa eitt af tveim­ur eld­is­svæðum frá Ingj­aldssandi yfir á Hundsá, áfram yrðu þá tvö eld­is­svæði í leyf­inu.

Fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir

Arctic Fish gerði fleiri at­huga­semd­ir vegna til­lögu Mat­væla­stofn­un­ar að breyttu leyfi og sagði meðal ann­ars breyt­ing­una ekki í sam­ræmi við vilja lög­gjaf­ans að ekki kæmi til frek­ari út­hlut­un­ar á frjó­um laxi nema að und­an­gengnu útboði. Taldi Arctic Fish slíka heim­ild skapa for­dæm­is­gildi fyr­ir aðra rekstr­ar­leyf­is­hafa í öðrum teg­und­um en í laxi til að breyta um teg­und yfir í lax og kom­ast þannig hjá fyr­ir­huguðu útboði.

Jafn­framt taldi Arctic Fish að til­laga að breyttu rekstr­ar­leyfi ÍS 47 væri í ósam­ræmi við gild­andi leyfi sín til eld­is í Önund­arf­irði. Var vísað til þess að ekki liggi fyr­ir kæru­mál í tengsl­um við neit­un Mat­væla­stofn­un­ar um end­ur­nýj­un á leyfi Arctic Fish í firðinum.

Einnig voru gerðar at­huga­semd­ir við staðsetn­ingu eld­is­svæða ÍS 47 og vísað til ná­lægðar við svæði Arctic Fish, auk þess sem eld­is­svæðið að Hundsá sé að ein­hverju leiti utan til­greinds reits í strandsvæðiskipu­lagi.

Brugðist við at­huga­semd­um

Mat­væla­stofn­un seg­ir í grein­ar­gerð sinni að í ákvæðum laga sem Arctic Fish vísaði til sé átt við líf­massa en ekki teg­und­ir. „Með breyt­ingu á leyfi ÍS 47 ehf. felst ekki aukn­ing á líf­massa held­ur ein­göngu teg­unda­breyt­ing. Einnig er um að ræða til­færslu svæðis en ekki fjölg­un svæða.“

Með vís­un til þess máls er snýr að neit­un um end­ur­nýj­un á leyfi Arctic Fish bend­ir stofn­un­in á að leyfi fé­lags­ins náði til svæðis sem er ekki skil­greint í strandsvæðis­skipu­lagi Vest­fjarða.

„Stofn­un­inni ber að fara eft­ir gild­andi strandsvæðiskipu­lagi við út­gáfu rekstr­ar­leyfa og því ekki hægt að horfa til at­huga­semda ASF (Arctic Fish) þar sem ekki ligg­ur fyr­ir hvort strandsvæðaskipu­lagi breyt­ist og hvenær það yrði komi til þess. Jafn­framt bend­ir Mat­væla­stofn­un á að um­rætt svæði er ekki inn á strandsvæðis­skipu­lagi Vest­fjarða en staðsetn­ing þess er lík­lega inn á reit LV10 þar sem fjar­skipt­a­streng­ur ligg­ur. Mat­væla­stofn­un bend­ir á að stofn­un­inni ber að fara eft­ir máls­hraðareglu stjórn­sýslu­laga og því er stofn­unni ekki stætt á að bíða með leyf­is­veit­ingu þar til kæru­frest­ir og niður­stöður í máli ASF ligg­ur fyr­ir.“

Þá kveðst Mat­væla­stofn­un hafa „í sam­ráði við rekstr­araðila breytt um­rædd­um hnit­um þannig að þau falli inn­an strandsvæðis­skipu­lags fyr­ir reit­inn SN22 fyr­ir svæðið að Hundsá. Hvað varðar hnit svæðis­ins að Valþjófs­dal þá var ein­ung­is um smá hnik­un á ein­um punkt frá eldra leyfi. Hnit úr eldra leyfi fyr­ir eld­is­svæðið Valþjófs­dal eru lát­inn gilda þar fyr­ir reit­inn SN21. Eitt hnit á því eld­is­svæði hafði breyst frá eldra leyfi og fór þannig í aug­lýs­ingu til­lögu, en hef­ur nú verið lag­fært til sam­ræm­is við eldra leyfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »